ja hér hér
Vinnudagurinn búinn í dag sem betur fer. Við tókum syrpu í íbúðinni í gær og við verðum væntalega fram á nótt að klára svo við getum nú flutt á morgun allt dótið yfir í bílskúrinn. Vá hvað þetta var löng setning :o)Ég er búin að taka mér frí á föstudag til að klára þetta allt saman því á laugardag ætla ég að vera búin að þessu öllu saman og vera í fríi með fjölskyldunni minni. Vinnudagurinn minn var algjörlega brjálaður. Ég var í símanum í allan dag að tala við kúnna. Ég á nú samt að vera sem minnst í símanum því að ég á að vera að gera allt aðra hluti.
Ég var samt svo heppin að hitta stúlku sem var að vinna hjá Eimskip og var í búslóðaflutningum. Hún sagði mér allt sem ég þarf að vita um flutninga erlendis í gámum á vegum Eimskipa. Hún nefndi líka hvað þetta gæti kostað.....kræst hvað þetta er allt dýrt en það verður bara að hafa það. Enn er ekkert að frétta af íbúðarmálum í Odense en það hlýtur að fara gerast. Við þurfum bara að bíða þolinmóð og anda rólega.