Frí í vændum
Jæja ég er búin að vera dugleg að pakka í dag og í gær. Þetta er allt að koma og við flytjum örugglega mesta dótið næstu helgi. Öll glös og allir diskar eru nú í kössum og meira að segja dót dóttur minnar er kyrfilega pakkað niður. Ég fékk þær skemmtilegu fréttir í dag að okkur var úthlutað sumarbústað um páskana á góðum stað rétt hjá Borganesi. Ég sé í hyllingum pínu frí með góða bók og DVD. Fara í gönguferðir og gufu og sund. Borða góðan mat og drekka góð vín, spjalla við vini og vandamenn og verja tíma með litla krúttinu mínu. AAAAAAAA þetta verður yndislegt frí, eitthvað sem okkur vantar sárlega á þessu litla heimili okkar. Næstu helgi verðum við flutt, þetta er mjög skrítin hugsun. Heimili okkar síðustu þrjú ár verður tómt. Okkur hefur liðið vel hér og það er góður andi í íbúðinni. Nýju eigendurnir eru að kaupa góða eign og munu hafa það gott hér. Síðustu helgi elduðum við síðustu almennilegu kvöldmáltíðina hér í íbúðinni. Við borðuðum hrygg og rauðkál,gular og grænar baunir, sykurhúðaðar kartöflur og rjómasósu. Jömmilaði.
Eitt að lokum.......Halló litla systir :o)
1 Comments:
HALLÓ STÓRA SYSTIR...
6:56 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home