Tímaleysi
Hvernig á ég eiginlega að hafa tíma í allt það sem á að gera fyrir mánaðarmót. Þann fyrsta apríl er stóri dagurinn því þá skilum við íbúðinni af okkur.
Listi yfir það sem á eftir að gera.
Laga flísar í eldhúsi.
Laga málninguna yfir flísunum milli skápanna og setja lista.
Þrífa íbúðina.
Pakka öllu niður í kassa og flytja herlegheitin.
En hvert? Muna að finna eitthvað geymslupláss.
Segja upp blöðum og internettengingu.
Skrá lögheimili mitt annarsstaðar og láta póstinn vita.
Vinna heilan vinnudag og ala upp stelpuna mína...þvo þvott og allt þetta daglega.
og heilmikið í viðbót.
Annars þá hlakka ég alveg heilmikið til og er eiginlega að deyja úr spenningi að flytja út og fara í nám. Þetta verðu ævintýri.
1 Comments:
Já, ég á mér svipað vandamál... Ég bara hef aldrei tíma til að læra....en eins og ég sagði í síðasta kommenti, þá hefur þú stillt kommentíðuna þína þannig að aðeins þeir sem hafa bloggsíðu á blogspot geta kommentað, ekki þeir sem ekki ahfa bloggsíðu eða bara ekki síðu hjá blogspot, heldur einhverri bloggsíðu...
2:29 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home