mánudagur, mars 13, 2006

Raunveruleikinn

Allt í einu varð allt svo raunverulegt. Búin að selja íbúðina, segja upp í vinnunni og á leikskólanum. Shit þetta er að bresta á. Við erum sem sagt að fara að flytja til Danmerkur. Eigum að skila af okkur íbúðinni um mánaðarmótin og flytja inn á tengdó.Vonandi mun sú sambúð ganga slysalaust fyrir sig. Ég á auðvitað eftir að sakna íbúðinnar minnar alveg hræðilega en eins og vitur maður sagði eitt sinn ,,ekki festa þig í dauðum hlutum". Þetta meikar náttúrulega heilmikinn sens og það væri nú viturlegt að lifa eftir þessu. Í augnablikinu þarf ég að minna mig á alla þá kosti sem að þessi flutningur mun hafa í för með sér.

Ég mun hafa meiri tíma fyrir mig, manninn minn og dóttur.
Menntun mun gefa mér bjartari framtíð.
Veðráttan er muuuuuun betri í Danmörku en Íslandi.
Tilbreyting.
Læri nýtt tungumál.
Læri að stóla á sjálfa mig og svo frv.
Stjórna tíma mínum sjálf.

Já ég held að þetta verði bara ágætt. Hlakka bara mjög mikið til þó svo að það verði mikið rót á okkur næstu mánuði. Ég hlakka mikið til að fara í skóla og loksins fann ég nám sem gæti verið alveg hræðilega spennandi.
Viðskipti og tungumál blandað saman í einn hrærigraut....gæti ekki verið betra :-).

1 Comments:

Blogger Jóhanna María said...

Já ég mun sakna þín og Rakelar, já og svo mun ég, að ógleymdu, sakna matarins hans Halla..... Og kannski líka Halla... hehe...
Þú veist að þú ert búin að útiloka alla, sem ekki hafa bloggsíðu á blogspot, frá því að kommenta!!!!!

2:40 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home