sunnudagur, mars 19, 2006

Byrjuð að pakka

Þegar ég byrjaði á þessari síðu lofaði ég sjálfri mér að ég myndi blogga á hverjum einasta degi. Ég er búin að brjóta það loforð. Skiptir ekki öllu máli. Annars er það að frétta að við erum byrjuð að pakka. Ég fór út í Kassagerð og keypti 37 stykki af kössum sem að ég sé strax að munu ekki endast lengi. 37 stk kosta um 7000 krónur. Mér finnst fáránlegt að eyða svona miklum fjármunum í kassa. Ég er í stórkostlegum vandræðum með þetta allt saman. Ég hef ekki hugmynd um hverju ég á að henda eða setja í kassa eða fara með til tengdó.
Hafði heldur ekki hugmynd um að ég ætti svona mikið af drasli. Við notum ekki helminginn af þessu svo ég ætti að vera dugleg að henda. Hins vegar er ég í miklum erfiðleikum með það því að kanski í framtíðinni,eða ekki mun ég hafa not við þessa hluti. Inni í stofu hjá mér eru staflarnir af kössum og þetta eru bara hlutir sem að ég nota ekki dagsdaglega.
Það sem er helst að frétta er að við verðum algerlega fjölfötluð að hafa aðeins einn bíl næstu tvo mánuði. Hvernig munum við fara að ? HJÁLP..........Það eru aðeins tveir til þrír mánuðir þangað til við flytjum til Odense þannig að það tekur því ekki að kaupa bíl. Við þekkjum engann sem á auka bíl til að lána okkur þannig að við erum að hugsa um að leigja bíl. Það kostar nú samt slatta af peningum en er þess virði. Ekkert vesen. Í Ástralíu var til sniðug bílaleiga sem hét Rent a Wreck. Við nýttum okkur svoleiðis bílaleigu allan þann tíma sem við vorum þar. En auðvitað er engin svoleiðis bílaleiga hér á landi, allir bílar glænýir.
Verkefni vikunnar er að vera dugleg að pakka svo við getum flutt næstu helgi og komið öllum húsgögnum í geymslu. Þá höfum við heila viku til að þrífa og laga áður en við skilum af okkur íbúðinni. Jé hvað þetta verður allt saman skrítið en mikið hlakkar mig samt til. Ég væri til í að drífa þetta allt saman af og flytja strax til Odense. Það væri samt mjög óhagsýnt að gera það. Við söfnum fullt af peningum með því að vinna og búa hjá tengdó í nokkra mánuði. Þetta á eftir að líða hratt.

2 Comments:

Blogger Jóhanna María said...

Já þetta hljómar mjög erfitt hjá ykkur..... þetta reddast! og nei þú ert ekki búin að laga þetta ennþá....

10:15 e.h.

 
Blogger svooona said...

he he....er ég ekki enn búin að laga...hvurslags...Og ett í viðbót systir góð.ERU ÞETTA TÆR?

9:26 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home