þriðjudagur, mars 21, 2006

Enn meiri flutningar

Ég er mjög kvörtunargjörn manneskja og ætla að hætta því nú þegar. Hvaða rugl er þetta að vera alltaf að kvarta. Það gengur allt mjög vel hjá mér og mínum og það er það sem skiptir öllu máli. Flestir í kringum mig eru svona þokkalega hamingjusamir og nokkrir eru alveg að springa úr hamingju.
Ég held að þessi flutningur okkar sé alveg að smella saman. Geymsluplássið komið og þessi vika fer í það að ferja dótið á milli. Nú væri ég til í að fá bráðlega tilboð í húsnæði í Odense. Helst eitthvað sérbýli á góðum og barnvænum stað. Má ekki vera minna en 4-ra herbergja og með garði. Ég bið ekki um lítið en þar sem að leiga er svo ódýr í Odense er allt í lagi að láta svolítið eftir sér. Við ætlum líka að vera þarna í fjöldamörg ár þannig að það er best að finna gott húsnæði til að litlu fjölskyldunni líði vel.

1 Comments:

Blogger Jóhanna María said...

Hafa sem flest herbergi svo þið getið boðið okkur að gista og haldið partý... jeah

3:37 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home