sunnudagur, mars 26, 2006

Flutt með hægri fótinn.

Flutningar, flutningar og ekkert nema flutningar. Við vorum í allan gærdag og frá hádegi í dag að pakka niður,henda og sortera. Maður ætti eiginlega að flytja á 4-5 ára fresti því að annars hendir maður aldrei neinu. Ég veit ekki hversu mörgum ruslapokum við erum búin að henda í Sorpu. Þetta er heil helling og ég vissi ekki einu sinni að ég ætti sumt af þessu drasli. Allavegana þá gengur þetta ágætlega en það sem kemur mjög á óvart er hve mikið af dóti við erum búin að sanka að okkur í gegnum tíðina. Laugardagsnóttin var fyrsta nóttin sem við gistum heima hjá tengdó. Við sváfum öll þrjú alveg rosalega vel enda þreytt eftir erfiða viku. Við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir hérna en okkur vantar pláss fyrir fötin okkar. Það kemur í vikunni en í millitíðinni verða fötin okkar ofaní tösku og einni kómmóðu sem við komum með að heiman. Það ætti að fara vel um okkur hérna....við erum í mjög stóru herbergi með klósetti og æðislegri sturtu. Út úr herberginu fer maður út á verönd og þar er heitur pottur sem við eigum örugglega eftir að nota mikið. Jæja svo er vinnudagur á morgun og við þurfum að skila íbúðinni á laugardag kl 12. Það er eins gott að við notum vikuna vel :o). Jæja mín bíður nautasteik og meððí....Enn og aftur guð sé lof fyrir manninn minn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home