föstudagur, mars 24, 2006

Langþráða helgin

Jess, það er komin helgi. Þú yndislega helgi og langþráða helgi. Var ég búin að segja að það er komin helgi :o)
Þetta verður annasöm helgi. Allt á að flytjast út úr íbúinni. Ég held samt að það sé aðeins búið að pakka sirka helming niður í kassa þannig að það er nóg eftir. Aðalatriðið er að í næstu viku þarf ég ekki að pakka meir. Þá er sá kafli búinn í bili. Þá fer ég í vinnuna og kem heim (til tengdó) í hreint og fallegt heimili þar sem að ekki er allt í kössum og viðbjóði og dóttir mín getur leikið sér að vild og þarf ekki að heyra "hættu að taka upp úr kössunum eða hættu að setja skinkubita og ost ofaní kassana" og svo framvegis.
Það er einhvernveginn allt í drasli og allt skítugt þegar verið er að pakka. Manni finnst ekki taka því að baða barnið því að það verður skítugt aftur eftir fimm mínútur. Bjökk og ógeð. Í næstu viku verður þetta sem sagt allt búið sem betur fer. Hins vegar er annað sem tekur við og það er ofnæmi. Ég er sem sagt að fara að búa á heimili þar sem köttur býr og ég hef geggjað ofnæmi fyrir kvikindinu og þ.a.l líkar mér ekkert sérstaklega við kvikindið. Ég er búin að kaupa ævibirgðir af ofnæmistöflum sem að vonandi bjarga mér næstu mánuði. Jæja verð að hætta Hlölli með rauðkáli er kominn á borðið. Guð sé lof fyrir manninn minn sem fæðir mig á hverjum degi. Takk dúllan mín.

1 Comments:

Blogger Jóhanna María said...

oj, svo þegar þið eruð komin til Danmerkur með alla kassana þá finnið þið óþekkjanlega og úldna bita ofan í kössunum með fotunum....hahaha

2:19 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home