hæ allir saman
Hæ allir saman,
Nú eru skólarnir byrjaðir og allt á fullu hjá okkur þessa dagana. Það hefur ekki verið mikill tími til neins hreinlega, úff maður hefur stundum ekki einu sinni tíma til að anda :O) Já, þetta eru mikil viðbrigði fyrir okkur öll, allt í einu er húsið á hvolfi og þvottakarfan stútfull, börnin grútskítug, grasið óslegið og ekkert til í ísskápnum :O) Nú sé ég greinilega hve gott við höfum haft það síðustu tvö ár, mamman heimavinnandi að dekra við fólkið sitt.
Annars er skólinn bara skemmtilegur og allt í góðu standi :O)
Knús og kossar til ykkar, ooooo hvað ég hlakka til að koma heim um jólin :O)
Kveðja Svansa skólamær.
1 Comments:
Við biðjum að heilsa öllum:D Vonum að þetta gangi allt vel, það er alltaf hægt að kenna börnunum að skella í eina þvottavél eða svo, kann Rakel ekki litina? hahahaha
Kveðja, Jóhanna og Mamma:D
11:00 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home