Smá sýnishorn af sætum stelpum.
Sælt veri fólkið,
Hér kemur smá pistill fyrir ömmur og afa því ég veit að þau bíða yfirleitt spennt eftir myndum og fréttum af barnadætrum sínum :O)
Rakel fékk að taka myndir á myndavélina okkar fyrir stuttu. Þegar ég spurði hana af hverju hún ætlaði að taka myndir svaraði sú stutta ,, ég tek aðeins myndir af þeim sem ég elska'' Hér eru s.s þær myndir :O)
Afhverju myndumst við ekki jafn vel og börnin okkar? Jú
þær eru sætari en við :O)
Ísabella er grallari af lífi og sál og er alltaf að gera eitthvað af sér. Halli sagði fyrir stuttu að hann hefði ekki lengur þörf fyrir að horfa á spennumyndir því það væri nóg að horfa á Ísabellu í nokkrar mínútur og þá fengi hann nokkur hjartastopp:O) Jámms, myndin hér fyrir neðan lýsir Ísabellu í hnotskurn. Ég var ekki að fylgjast með í nokkrar sek, leit svo við og þá var hafði hún einhvernveginn náð sér í jógúrtdós og skeið og var byrjuð að borða með tilheyrandi sullugangi
Þær eru yfirleitt alltaf mjög sætar hvor við aðra.
Þegar við erum í bíltúr haldast þær t.d oftast í hendur í bílnum og hér kom ég að þeim horfadi á sjónvarpið haldandi utan um hvor aðra. Mjög sætt :O)
Heyri í ykkur seinna. Bless og góða nótt.
Verið endilega dugleg að kommenta og skrifa í gestabókina
Kveðja Svansa og CO
2 Comments:
Æj þið eruð svooo sæææt:D
saknisakn...:,(
9:57 e.h.
Þær stækka dag frá degi þessar stúlkur. Það er eins gott að þið setjið myndir oftar inn á netið. Þær eru alltaf jafn sætar þessar dúllur.
Kossar til ykkar allra.
Amma og afi á Unnarbrautinni.
Við tölum saman næst í vefmyndavélinni(mamma kallar þetta auga...).
10:05 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home