miðvikudagur, október 10, 2007

Haustfrí og dagmömmur

Þá er haustfríið komið á hreint :O) Við pöntuðum okkur lúxus sumarbústað á Norður Jótlandi í fríinu. Bærinn sem bústaðurinn er við heitir Hals og er 35 km fyrir utan Álaborg. Hals er lítill og sætur strandbær, en við verðum í sumarbústaðarbyggð rétt fyrir utan. Í bústaðnum, sem er 95 fm, er sauna og hornbaðkar, uppþvottavél, þvottavél,róla og sandkassi, allt það sem við þurfum. Hann er líka mjög fallegur fyrir augað. Álaborg á að vera mjög falleg og þar er m.a dýragarður og tívolí. Í keyrslufjarlægð er svo regnskógur undir þaki með tilheyrandi dýralífi þannig að okkur á ekki eftir að leiðast.
Við fórum í dag í heimsókn til dagmömmunnar sem Ísabellu hefur verið boðin. Hún fær ekki inni á vöggustofu í Tornbjerg (leikskólinn hennar Rakelar) fyrr en í byrjun febrúar. Dagmamman á heima bak við raðhúsalengjuna okkar þannig að það er ekki langt að fara ,hún hefur mjög góð meðmæli og hefur unnið á leikskóla í mörg ár. Nú hefur hún ákveðið að gerast dagmamma og ef við tökum plássið þá verður Ísabella fyrsta barnið sem hún fær. Þetta virtist vera gott fólk, hittum manninn hennar og börnin. Þau koma frá Sírlandi og hann er þrælmenntaður og þau búa í roooosalega flottu einbýlishúsi. Þau hafa búið hér í Danmörku í 12 ár og tala góða dönsku. Halla leist mjög vel á þau öll en ég er eitthvað efins. Hef alltaf verið á móti dagmömmuvist enda greiddi ég rúmlega 50.000 kr á mánuði fyrir Rakel Köru á einkareknum leikskóla þegar hún var lítil. Reyndar ef ég myndi þekkja dagmömmuna persónulega væri þetta í fínu lagi. Okkur var sagt á kommúnunni að Ísabella gæti byrjað hjá dagmömmunni og fært sig yfir á vöggustofuna í febrúar.Ég hugsa að ég hafi hana bara heima hjá mér þar til vöggustofu plássið losnar. Ég verð bara í fjarnámi í dönskunni þangað til.

Rakel Kara kom skælbrosandi inn í dag og sagðist hafa séð ömmu Rannveigu hjólandi á götunni. Hún var alveg handviss um að amman væri komin til Danmerkur :O)
Svo fór hún að gráta því hún var alveg viss um að amma Elsa og afi Einar kæmu með okkur í sumarbústaðinn (eins og þau gerðu alltaf á Íslandi). Það er greinilegt að hún saknar þeirra allra mikið og mun ekki gleyma þeim þó svo að stundum sé langt á milli heimsókna. Við eigum samt von á að sjá þau flest öll fyrir jól og svo komum við í langa heimsókn til Íslands í janúar :O)
Ísabella var mjög óvær og lítil í sér í dag. Hún vildi lítið sem ekkert borða og svaf illa í vagninum sínum. Það eru allavegana fjórar tennur á leiðinni og aðrar tvær nýkomnar. Það er mikið lagt á þessi litlu grey.
Verið góð við hvert annað og ykkur sjálf.
Við biðjum að heilsa ykkur öllum.
Verið nú dugleg að kvitta fyrir komuna :O)
Kveðja Svansa og CO

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

æj ég sakna ykkar svo rosalega rosalega mikið...

10:35 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

mamma spyr hvaða vídjómyndir þið eigið með íþróttaálfinum...

11:18 e.h.

 
Blogger svooona said...

Við eigum barasta engar myndir með íþróttaálfinum :O)
Hlakka roooosalega til að hitta ykkur í næsta mánuði.
Knús SVansa

6:22 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Kvittikvitt!
Ohhh, geggjað væri það að eiga svona langt haustfrí. Flott hjá ykkur að gera eitthvað skemmtilegt saman í fríinu, líst vel á lýsinguna á lúxusbústaðnum :)
Kveðjur,
Bogga

9:12 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Eigið þið ekki latabæjarspólu???

10:17 e.h.

 
Blogger svooona said...

Nei við eigum enga latabæjarspólu.....eigum bara geisladisk með söngvum.
Kveðja Svansa

10:19 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home