Húrra, Húrra
Hann Halli náði prófinu sínu með glæsibrag :O) Hann fékk 9 í einkunn og fékk góða dóma bæði fyrir dönskuna sína, svör og verkefni. Í tilefni dagsins fór hann út að borða í hádeginu með verkefnisfélögum sínum. Nú erum við komin í langt og gott sumarfrí. HHÚÚÚRRRRA :O) Við verðum s.s í fríi saman rest af júní mánuði og allan júlímánuð. Stefnan er svo tekin til Íslands í ágúst til að vinna pínu og safna pening.
Aggi er að fara í sitt síðasta próf á morgun og flýgur síðan til Íslands á morgun. Þess vegna fengum við okkur gott að borða og spjölluðum fram á rauða nótt með nágrönnum okkar þeim Rósu og Sveini. Svona til að kveðja hann og til að fagna prófl0kum Halla.
Við erum búin að redda hjólum fyrir ferðalangana sem koma til okkar í enda júní. Vonandi förumvið saman í marga og góða hjólatúra um sveitir Danmerkur. :O)
Jæja klukkan er orðin svo margt.
Faðm og kossar frá okkur ;O)
4 Comments:
til hamingju:)
12:04 f.h.
Til hamingju með próflokin og glæsilegan árangur :)
4:37 e.h.
Hjartanlega til hamingju með þetta krakkar, það leynist bara alvarlegur akademiker undir verkamannslegu yfirborðinu;)Og hann er greinilega búinn að ná dönskunni svona vel, þú verður að vera a.m.k. jafn klár og hann þegar við sjáumst í ágúst-
Kv Helga Kr
12:34 e.h.
ÉG KOMST INN Í MYNDLISTASKÓLANN Í REYKJAVÍK.. TÍHÍ
8:48 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home