Video og annað skemmtilegt
Síðustu dagar hafa verið alveg frábærir. Við áttum saman fjóra heila frídaga þar sem við gerðum í rauninni ekki neitt nema að borða góðan mat, fara í gönguferðir og bíltúra um sveitir Danmerkur. Við Halli ákváðum að ná upp svefni og lögðum okkur á daginn og það var alveg frábært enda erum við endurnærð :O) Í dag hefur verið alveg frábært veður og spáin framundan er góð. Hitastigið á að fara upp í 27 gráður og það á að vera sól og létt gola. Ekki amalegt :O). Í dag tókum við upp lítið video af Ísabellu Katrínu þar sem að ömmur og afar hafa ekki séð hana í svo langan tíma. Endilega látið fram hjá ykkur fara asnalegheit foreldranna en svona tölum við víst við börnin okkar :O)
Biðjum að heilsa ykkur öllum
Kveðja Svansa og co
3 Comments:
gövöööööð hvað hún er mikil dúlla:) jáh svaka dúlla, rosa sæt, jááá gúbígúbí dúbadúba la gúgú:)
12:14 f.h.
Rakel, má ég heyra Kengúrulagið þegar ég kem í heimsókn í sumar?????? Ég hlakka svo til að sjá þig:)
12:30 f.h.
Hrikalega er þetta sætt myndband, þetta er nú meiri dúllumúsin sem þið eigið! Auðvitað spáir maður ekkert í asnalegheitunum í ykkur, allir foreldrar verða pínu asnalegir í svona samtölum :)
Kær kveðja,
Bogga
3:19 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home