fimmtudagur, mars 08, 2007

Íslandsför

Hæ hæ
Ég hef heyrt undanfarið að ég sé ekki nógu dugleg að skrifa fréttir af okkur hér í Dk. Nú ætla ég bara að taka þetta með stæl og bæta upp glötuð blogg hahaha.
Nú styttist óðum í Íslandsför okkar jeeeeeha. Okkur hlakkar svoooo mikið til að hitta ykkur öll og sjá fallega landið okkar. Í huganum er ég búin að borða steiktan íslenskan fisk og lambalæri með öllu tilheyrandi tuttugu og fimmsinnum eða svo :O) og ég tala nú ekki um íslenska súkkulaðið mmmmmmm.Sem betur fer verðum við nú á Íslandi á súkkulaðihátíðinni einu sönnu. Verst þykir okkur þó að hitta ekki Rannveigu og Hallgrím því þau verða í Kína en vonandi koma þau bara bráðlega í heimsókn til okkar. Þeir sem ekki vita það þá munum við búa heima hjá tengdarforeldrum mínum meðan við verðum á Íslandi. Það fer nú vel um okkur þar :O)
Fyrst að ég er ekki lengur ófrísk þá munu heimsóknir okkar til Íslandsins góða verða fleiri og með styttra millibili.
Bless bless góða fólk
Bið að heilsa ykkur öllum
Svansa og co

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ótrúlega skemmtilegt þriðjudagsbloggið!!! Meira svona:) hehe
Ég hlakka svo til að sjá ykkur. Því miður er ég að fara, daginn eftir að þið komið, til Parisar, en ég kem í bráð heim aftur til að knúsa ykkur:)

11:46 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home