mánudagur, mars 05, 2007

4 ára afmæli

Ég var alveg viss um að vorið væri komið því að síðustu dagar hafa verið svo bjartir og vorlegir. Í gær vaknaði ég til að mynda við fuglasöng og glampandi sólskin. En nei, dagurinn í dag er ískaldur og grár :O)

Af okkur er allt hið besta að frétta. Rakel er glöð og kát og finnst fátt skemmtilegra en að vera á leikskólanum. Ég reyni alltaf að sækja dömuna frekar snemma því mér finnst fáránlegt að hafa hana allan daginn á leikskólanum þar sem að ég er heimavinnandi þessa dagana. Þegar ég mæti á svæðið spyr hún oft ,,má ég vera pínu lengur, gerðu það ", eða sendir mér þvílíkan svip sem merkir,,oh ertu strax komin"
Stóra stelpan hún Rakel Kara verður 4 ára 12 mars og er á döfinni að halda heljarinnar afmælisveislu. Þetta verður skrítin afmælisveisla því alla ættingja vantar en í staðinn mætir fólk sem við höfum þekkt í hálft ár. Samband milli fólks er allt öðruvísi og nánara hér í útlöndunum þegar alla ættingja vantar, fólk kynnist miklu betur og verður partur af fjölskyldu manns.
Ætlunin er að gefa prinsessunni hjól í afmælisgjöf því allir fjögurra ára krakkar í Danmörku eiga hjól og kunna að hjóla án hjálpardekkja. Leikskólarnir taka mikinn þátt í þessu og kenna krökkunum að hjóla og annan eins hjólaflota hef ég aldrei séð eins og á leikskólanum hennar Rakelar Köru.
Þema afmælispartísins að þessu sinni verður hafmeyjan Aríel enda er hún með alveg eins hár og Rakel Kara, að hennar mati :O) Svo kann hún alla söngva og getur liggur við talað með videomyndinni, svo oft hefur hún horft á hana.
Jæja bless í bili og endilega KVITTIÐ Í GESTABÓKINA.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já ég þekki það að eiga hana Aríel sem fyrirmynd, enda er ég sjálf partur af rauðhærða flotanum! É vildi að ég gæti komið að fá köku og að hitta ykkur á afmælinu hennar Rakelar minnar...

4:07 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Okkur hlakkar mikið til að koma á sunnudaginn í partýið hennar "Aríel" :)

Já ég er sammála þér með að maður kynnist fólki miklu betur hérna úti og það verður eins og fjölskylda.
En annars veit ég að við erum bara heppin að hafa kynnst ykkur og eignast svona góða vini í leiðinni ;) Enda alltaf gaman að því :)

Kveðja
Sigga Vigga ( og auðvitað restin af familíunni hér :) )

12:00 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ég kannast alveg við þetta að koma "alltof"snemma að sækja. Ég kem yfirleitt að sækja hana þegar hennar tími er búinn s.s. heilir átta tímar og undanfarið hefur verið grátið og vælt og skammast yfir því hvað ég kem alltaf snemma að sækja hana hehe. Maður er oft misskilinn með þessa blessuðu góðmennsku sína.

Líst vel á að hafa Aríel afmæli það passar litlu prinsessunni vel sem á líka flottasta afmælisdaginn:)

Annars er alltaf gaman að lesa blogg frá þér Svansa mín, keep up the good work:)

kv. Halldóra

9:26 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home