Ekkert barn komið enn :o(
Vildi bara láta vita að það hefur ekkert barn fæðst enn. Ég átti sem sagt að eiga 5 des en nú viku seinna hefur bara ekkert gerst. Ég fór í skoðun í dag og allt lítur ljómandi vel út og barnið stækkar ört og er nú í dag um 3800 gr. Ég verð sett á stað þann 19 des ef ekkert hefur gerst fyrir þann tíma. Það lítur því út fyrir að litla krílið muni stela afmælisdeginum hennar Helgu systur. Ég mun því líklega eignast dökkhært gáfnaljós með típugleraugu og elskar kaffi og líkamsrækt. :o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home