föstudagur, nóvember 10, 2006

Það styttist óðum.


Rakel ólétta.

OOO við erum svo hræðilega sæt :o)

Rakel klifurköttur

Ég trúi ekki hvað það er langt síðan ég skrifaði inn á þessa heimasíðu. Ég hef nokkrum sinnum byrjað að skrifa en ekki birt það sökum ritstíflu. Svona er þetta bara stundum. Síðan ég skrifaði síðast hefur samt sem áður margt gerst hjá okkur hér í Óðinsvéum. Við fengum t.d mjög skemmtilega heimsókn frá mömmu hans Halla og Helga og Steinunni. Rannveig var hjá okkur í heila viku en Helgi og Steinunn voru hjá okkur eina helgi. Það var notalegt og gaman að hafa allt þetta fólk hjá okkur í heimsókn. Rannveig kom með mikið af skemmtilegum gjöfum frá Íslandi t.d Ávaxtakörfuna á DVD, íslenskt nammi, flatkökur og hangikjöt mmmmmm :o) og ekta íslenskt lambalæri namminamminamm.Það er alltaf gaman að fá fólk í heimsókn frá Íslandi og ég mæli með því að sem flestir kíki á okkur og sem oftast :o)
Nú er allt að verða tilbúið fyrir litla krílið að koma í heiminn. Ég fór í tvær skoðanir fyrir stuttu, eina hjá ljósmóður og eina hjá lækni og allt lítur svona ljómandi vel út hjá okkur. Barnið er búið að skorða sig og nú bíð ég bara og bíð eftir því að það vilji koma í heiminn.

Fyrir stuttu tókum við þátt í svokölluðu lanternfest í leikskólanum hennar Rakel. Krakkarnir föndruðu allir lugtir úr mjólkurfernum og máluðu í fallegum litum.Því næst festu þau kerti inn í og æfðu sérstaka söngva. Þegar dimmt var orðið var kveikt á lugtunum og farið í göngu og sungið, mjög notalegt. Svo var endað á því að drekkað heitt súkkulaði og borða bollur. Mjög skemmtilegt kvöld.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oooo ég hlakka svooo til að hitta ykkur.. Veit ég að ég er búin að segja þetta svona u.þ.b. 52 sinnum áður, en ég bara get ekki hætt að hlakka til! Gaman að lesa nýja bloggið, loksins þegar það kom. sjáumst..

8:59 e.h.

 
Blogger svooona said...

Já það styttist í heimsóknina frá ykkur...sem betur fer:o)
Hlakka líka ofboðslega mikið til að sjá þig litla syss
Rembings knús og koss :o)

3:36 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home