mánudagur, september 18, 2006

Snuddulaus, dagur tvö.

Nóttin var okkur öllum erfið þar sem Rakel Kara vaknaði oft og grét mikið vegna snuddusöknuðar. Í morgun var hún samt afar kát en hafði áhyggjur af því hvað jólabörnin væru frek að vera með duddurnar hennar ALLAN DAGINN. Hún minntist ekkert á snuddurnar í leikskólanum en um leið og við komum heim þá opnaði hún snudduskúffuna bara til að athuga hvort jólabörnin hefðu ekki örugglega skilað þeim. Eftir að hafa rætt málin vel og lengi yfir eplasafa og kex með húmmusi var hún bara nokkuð sátt yfir þessu öllu saman og stolt yfir því að vera hætt.Nú minnir hún okkur stanslaust á það hvað hún sé ROSALEGA DUGLEG að gefa jólabörnunum duddurnar sínar. Þegar þetta er skrifað er hún sofnuð og það án þess að fara að gráta. Vonandi mun nóttin ganga vel fyrir sig.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ojojoj krúttípúttið!!! Hlakka svooooo til að sjá ykkur!!!

Mamma segir: "dugleg stelpa, alveg eins og mamman".

8:53 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

sko mína, ekkert smá dugleg:)

kv. Halldóra

10:18 e.h.

 
Blogger svooona said...

Já hún er nokkuð seig stelpan :o)
Þetta virðist bara ætla að ganga vel hjá henni. Hún vaknaði bara einu sinni í nótt með gráti og sagðist vera lasin og þyrfti endilega að fá dudduna sína :O)Hún náði þó ekki að plata foreldra sína í þetta skiptið.

11:42 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

hahah lúmsk...

11:55 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home