Nettengd á ný
Hæ öllsömul,
Loksins erum við komin með nettengingu hér í DK. Nú ættum við að geta verið dugleg að blogga og setja inn myndir. Það er helst að frétta af okkur að við erum búin að koma okkur vel fyrir í litla raðhúsinu okkar í Odense. Rakel er með sérherbergi og er rosa ánægð með það. Mamma og pabbi eru nýfarin heim til Íslands eftir að hafa verið hjá okkur í 12 daga. Halli er byrjaður á upprifjunarnámskeiði í stærðfræði og eðlisfræði. Námskeiðið tekur tvær vikur og á því er tekin öll menntaskóla stærð- og eðlisfræðin. Hann er rosa duglegur og hjólar daglega í og úr skólanum. Hjólreiðatúrinn tekur hann um hálftíma aðra leið þannig að hann hjólar klukkutíma á dag. Rakel Kara er byrjuð á leikskóla sem er hér rétt hjá okkur. Hún byrjaði 1. júlí og hefur verið í þrjá tíma í senn til að venja hana við. Leikskólavistin hefur ekki gengið vel hingað til en vonandi fer þetta allt saman að lagast, sjáum til. Eins og er þá er ég heima því að skólinn minn byrjar ekki fyrr en í september.
Fyrst að nettengingin okkar er loksins virk mun ég setja inn myndir bráðlega...Bið að heilsa :o)
3 Comments:
Hæhæ gaman að sjá hvað gengur vel hjá ykkur Rakel Kara veður nú dugleg að aðlagast leikskólanum ég efast ekkert um það. Hafið það gott og vertu jafndugleg og þú segist ætla að vera að blogga hehe. Bestu kveðjur Halldóra og co
2:40 e.h.
Hæ... Settu inn fullt af myndum af ykkur og vertu nú dugleg að skrifa í netdagbókina þína!!!!
6:06 e.h.
Hæ, komdu sem oftast í heimsókn. Við Rakel biðjum að heilsa Aldísi Maríu
10:59 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home