mánudagur, apríl 17, 2006

Páskafríð er á enda

Nú eru herlegheitin búin og liðu allt of fljótt að mínu mati. Við lágum í leti alla páskana upp í sumarbústað og hreyfðum okkur ekki nema þegar okkur fannst vera komið of mikið af drasli í kringum okkur. Við átum og átum kræsingar, lásum blöð og bækur, horfðum á DVD og VIDEO sem sagt sannkölluð afslöppun. Það eina sem skyggði á ferðina var að litla krútt var með hita og fékk svo í eyrun eina nóttina þannig að við vildum ekki að hún væri mikið úti að leika sem er algjör synd því að það var fyrirtaks leikvöllur beint fyrir utan sumarbústaðinn okkar. Hann var það nálægt að það var nóg að fylgjast með henni út um gluggann. Í þessí fáu skipti sem að hún fékk að fara út að leika sér dundaði hún sér heillengi sem er ekki dæmigerð hegðun hennar.
Vinnudagur á morgun...böööööö. ÞAð er sem sagt vinna á þriðjudag og miðvikudag og frí á fimmtudag og vinna á föstudag og loksins komin helgi.

1 Comments:

Blogger Jóhanna María said...

moahahahahahah það er frí hjá mér í dag.... mamma keypti gjafir handa okkur.. ólgislega flottar....

12:36 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home