miðvikudagur, mars 29, 2006

ja hér hér

Vinnudagurinn búinn í dag sem betur fer. Við tókum syrpu í íbúðinni í gær og við verðum væntalega fram á nótt að klára svo við getum nú flutt á morgun allt dótið yfir í bílskúrinn. Vá hvað þetta var löng setning :o)Ég er búin að taka mér frí á föstudag til að klára þetta allt saman því á laugardag ætla ég að vera búin að þessu öllu saman og vera í fríi með fjölskyldunni minni. Vinnudagurinn minn var algjörlega brjálaður. Ég var í símanum í allan dag að tala við kúnna. Ég á nú samt að vera sem minnst í símanum því að ég á að vera að gera allt aðra hluti.
Ég var samt svo heppin að hitta stúlku sem var að vinna hjá Eimskip og var í búslóðaflutningum. Hún sagði mér allt sem ég þarf að vita um flutninga erlendis í gámum á vegum Eimskipa. Hún nefndi líka hvað þetta gæti kostað.....kræst hvað þetta er allt dýrt en það verður bara að hafa það. Enn er ekkert að frétta af íbúðarmálum í Odense en það hlýtur að fara gerast. Við þurfum bara að bíða þolinmóð og anda rólega.

4 Comments:

Blogger Jóhanna María said...

Á meðan ég var að lesa bloggið þitt þá sigtaði mitt næma auga út nokkrar afleitar stafsetningavillur!!!! Vonandi að þetta hafi verið fljótfærnis- eða innsláttarvillur, þín vegna.....
m.a. sá ég
Sirpa..... Haaaa? hver skrifar syrpa með einföldu i-i?
Settning!!! hmmm, gæti svosum verið innsláttarvilla....en þetta er sem sagt skrifað "setning"...... Hmmm, Ánnars vildi ég bara segja að þetta reddast allt, vittu til!!!

6:45 e.h.

 
Blogger svooona said...

Skarplega athugað systir góð...leiðrétti þetta þegar ég kem heim kvöld. Annars þá hef ég spottað fleiri stafsetningarvillur í fleiri póstum hjá mér.....Laga þetta þegar ég nenni. PS ég fékk 10 á stúdentsprófi í stafsetningu hehehehehehehhehehe

10:49 f.h.

 
Blogger svooona said...

Annars spottaði ég eina hjá þér Ánnars....hmmmmm :o)

10:52 f.h.

 
Blogger Jóhanna María said...

hmmm, þetta var viljandi.... Sko þetta er gömul mynd af orðinu annars, en annars er stytting á "án narrs", eða án blekkingar, og svo var það stytt í ánnars. svo breyttist það í Annars með tíð og tíma og breyttum áherslum.... Djók, ég geri líka fullt af innsláttarvillum...hahahaha

9:29 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home