Búin að skila af okkur íbúðinni...Húrra.
Jæja það kom loksins að því. Við erum búin að skila af okkur íbúðinni. Við vorum í marga klukkutíma að þrífa og gera fínt og fengum sérlegan aðstoðarmann til að hjálpa okkur. Aðstoðarmaðurinn sem er sérfræðingur á þrifnaðarsviðinu er móðir mín. Hún stóð sig eins og hetja og skrúbbaði allt m.a allt eldhúsið, hreinsaði ofninn og eldhúsinnréttinguna. Það var mjög góð tilfinning að vera loksins búin að þessu en sælan entist ekki lengi. Nýju eigendurnir hringdu í manninn minn og kvörtuðu yfir þrifunum hjá okkur.Bla bla ba hvað í andskotanum eru þau að pæla. Að kvarta yfir þrifum þar sem að móðir mín þreif akkúrat þennan hluta sem þau kvörtuðu yfir. Allir sem að þekkja móður mína vita að hún er sérfræðingur á þessu sviði og að hún er svo nákvæm í þrifum að ég held nú bara að þetta fólk sé eitthvað bilað og ég er ekki að grínast. Ef að þau kvarta yfir þessu þá eigum við von á miklu fleiri símtölum frá þessu fólki út af einhverju öðru. Jæja bless í bili
1 Comments:
Úff pirrandi asnar...
3:13 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home