Til hamingju með afmælið mútta mín
Litla krúttið, hún dóttir okkar liggur heima með flensu. Hún á svo bágt og lætur okkur reglulega vita af því. Hún var fljót að átta sig á því að þegar maður er veikur má maður borða ofsa mikið kókópöffs og kókómjólk og maður má horfa á fullt fullt fullt af teiknimyndum :o) Ef maður reynir að mótmæla þá er bent á hálsinn með hundaaugum og sagt ..mér er svo illt".
Ég er byrjuð að telja niður dagana þangað til síðasti vinnudagurinn minn gengur í garð. Níu vinnudagar í apríl, allur maí og 10 vinnudagar í júní....þetta er nú ekkert svo hræðilega langt. Það er svo skrítið að þegar maður hefur ákveðið að hætta einhverju þá er enginn metnaður til staðar lengur. Ég bara nenni þessu ekki lengur og ég vil fara að gera annað. Einfalt mál.
Á morgun ætlum við að fara upp í sumarbústað og tjilla (á íslensku)....og það mun verða svo þægilegt. Við ætlum að glápa á sjónvarp, borða góðan mat og fullt af súkkulaði, fara í göngutúra, sund og gufu og leika okkur úti með litlu dömunni. Það mikilvægasta er að slaka á og hlaða batteríin.
PS:Mamma til hamingju með 25 ára afmælið :o) hmmmmm hún er 52 ára.
1 Comments:
Nei, við ætlum að hlaða batteríurnar, eins og þýski eðlisfræðikennarinn okkar segir alltaf....
11:39 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home