Frídagur á morgun
Alltaf er það jafn yndislegt þegar maður á frí í vinnunni. Ég á nú bara aðeins 15 vinnudaga eftir og þá er ég hætt og komin í frí til 1 sept. Þessi tími er eitthvað rosalega lengi að líða.
Það er helst að frétta að við erum búin að fá tilboð í flutninginn til Odense. Atlantsskip gaf okkur langlægsta tilboðið og við tókum því auðvitað. Við erum einnig búin að kaupa okkur far með Norrænu þann 29. júní. Við pöntuðum okkur lúxusklefa því við erum svo hræðilega fín með okkur hehe. Þetta er sem sagt allt að gerast. Það er rúmlega mánuður í flutninginn stóra...vonandi gengur þetta allt saman vel. Vinafólk okkar er búið að skoða hverfið og húsin sem eru í boði og líst svona ljómandi vel á herlegheitin. Parket á gólfum og ljós viður í eldhúsinu. Ekki slæmt og þrjú heil svefnherbergi.....Þar til seinna ---bæ bæ--farvel
3 Comments:
Hæhæ. Ég fór á einkunnaafhendinguna í dag og prófsýningu en veistu bara hvað? Ég féll!! ........................
....................................................Í stiganum þegar ég sá að ég hafði staðist....
Ég sagði þetta við mömmu þegar ég kom heim, þú hefðir átt að sjá svipinn á henni...Sjáumst á morgun..
7:05 e.h.
hehe....svipurinn hefur örugglega verið mjög skondinn á henni móður okkar. hehe
3:47 e.h.
Þetta var meira a segja svona "æfður" svipur... hún var pottþétt búin að æfa þennan svip.. Hún var svo of undrandi eitthvað...
4:08 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home