laugardagur, maí 13, 2006

Til hamingju með afmælið kallinn minn

Þann 11 maí 1975 fæddist lítill rauðhærður drengur. Hann stækkaði nú fljótt og varð að manni. Þegar hann varð fullvaxta hitti hann unga fallega snót. Drengnum þótti snót þessi mjög aðlaðandi og bað hana um að byrja með sér fyrsta miðvikudag í febrúar 1996. Snótin sagði já og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan. Árið 2003 eignuðust þau svo litla rauðhærða telpu. Telpa þessi þótti við fæðingu óeðlilega lík afa sínum en með tímanum breyttist hún og líkist nú helst föður sínum, bæði í útliti og fasi. Rauðhærði drengurinn á afmæli í dag og óska ég honum til hamingju með það, þó svo að ég verði ekki heima í dag eða kveld til að fagna með honum þessum stóra áfanga mun ég bjóða honum í flottheit um helgina. Bíddu bara og sjáðu til hehe.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home