miðvikudagur, maí 03, 2006

Margt búið að gerast á stuttum tíma.

Það er margt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Við erum til dæmis komin með húsnæði í Odense. Fengum í gegnum húsaleigufélag glænýtt raðhús á tveim hæðum og garði. Þetta er bara fínasta hús og okkur á örugglega eftir að líða vel þar. Fyrir herlegheitin munum við greiða um 26 kr íslenskar í leigu á mánuði þ.e.a.s með húsaleigubótum. Hverfið heitir Hojby og er fyrir neðan hraðbrautina og um 10 km frá miðbænum. Þetta er lítið og sætt úthverfi.
Annað í fréttum er að Halli gerðist svo frægur að hann horfði með móður sinni og konu á Opruh. Þáttur vikunnar fjallaði um samkynhneigða karlmenn og þótti Halla þessi þáttur alveg hreint rosalega spennandi og fræðandi. Grét hann síðustu senuna eins og vant er þegar hann horfir á Opruh. Á meðan sötraði hann Baylise með klökum og komst í snertingu við kvenlegu hliðina í sjálfum sér.
Ástæðan fyrir litlum sem engum afköstum í blogginu síðustu vikur er sú að ég er alltaf sofandi. Ég hef aldrei í lífinu sofið eins mikið og ég hef gert undanfarnar vikur. Það er ástæða fyrir öllum þessum svefn því það er lítið kríli að vaxa inn í maganum á mér. Þetta litla fóstur hefur tekið alla 0rku frá mér og ég er flökurt allan liðlangan daginn. Þetta ástand er hreint hræðilegt og ég hlakka mikið til að komast yfir þessa þrjá mánuði. Ég er samt aðeins á 10 viku og á því eftir nokkrar leiðinlegar,orkulausar og flökurt vikur eftir. Bööööö. En maður lætur þetta ekki buga sig því að þetta er bara eitt af þvi sem maður þarf að ganga í gegnum ef fjölga á mannkyninu. Bless í bili :o)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér hefur alltaf fundist tilhugsunin við að hafa lítið fóstur innan í maganum dáltið krípí!!!! Sérstaklega þar sem mannsfóstur á að vera ekki ósvipað t.d. hænufóstri og jafnvel kanínufóstri!!! Fóstur eru meira að segja með rófu, en svo hættir hún að vaxa... Það er eitt af því sem gerir okkur að spendýrum, að hafa rófu á fósturskeiði!!Jæja... held að kommentið sé orðið nógu langt!!!

10:37 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Það sem gerir okkur að seil/hrygg-dýrum er það að við höfum tálkn, rófu, seil/mænu og baklægan taugastreng á fósturskeiði... hahahahaha við höfum tálkn,. tálknin breytast í einhverskonar tal-og öndunarfæri!!!! Eins og þú hefur réttilega getið þér til um þá er ég enn föst í líffræðinámsefninu og ekki enn búin að koma mér í frönskunámsefnið... ég meira að segja dreymi líffræðidrauma... úff... ekki út af því að það er svo leiðinleg námsefni, þvert á móti.. líffræði er langskemmtilegasta fagið, fyrir utan kennarann.. hehehehhe
vissuru að það er til steintegund sem heitir Johannite?? Skemmtilegt nokk!!!

5:47 e.h.

 
Blogger Jóhanna María said...

Þú ert ekki að standa þig í bloggheiminum Svanfríður mín!!!!

10:48 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home