föstudagur, maí 26, 2006

Videokvöld og nammiát

Ofsalega var gott að eiga frí í vinnunni í gær. Við fórum upp í sveit í grill til pabba og mömmu upp í Laugarás. Pabbi átti afmæli og bauð okkur systrum í grill í tilefni dagsins. Í sveitinni fórum við síðan í Slakka sem er lítill sætur dýragarður með öllum helstu húsdýrum Íslands. Það var ofsa gott veður og gaman að vera upp í sveit. Síðan keyrði ég aftur heim um kvöldið með allavegana einn rosalega ánægðan farþega, hana dóttur mína sem fílaði sig í tætlur upp í sveit. Þetta varð sem sagt ofsalega notalegur frídagur.
Þar sem það er föstudagur og maðurinn minn er í óvissuferð með fyrirtækinu sínu ákváðum við mæðgurnar að eiga kósí kvöld. Við vorum að koma heim af American Stile og nú tekur við Video kvöld og nammiát.

4 Comments:

Blogger Jóhanna María said...

hahaha Ég bauð stelpunum í heimatilbúna pizzu og nammiát í gær.... Úff þú hefðir átt að sjá matinn/nammið/gosið sem fór ofan í okkur... Ég sofnaði ekki fyrr en seint um nóttina sökum of mikillar sykurinnbyrðingar.....

4:06 e.h.

 
Blogger svooona said...

mmm en hlýtur að hafa verið rosalega gott

9:52 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ybsílon í "style"....sbr American Stile....

1:15 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

þú hefur nákvæmlega 16 mínútur til þess að blogga um afmælið mitt hahahaha

11:47 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home