föstudagur, júní 16, 2006

Síðasti vinnudagurinn


Síðasti vinnudagurinn minn var í dag.....skakalega var það skrítið að ganga frá öllu og vita að þessi kafli er búinn og annar að taka við. Auðvitað varð er svoldið meir og fór að væla þegar ég var að kveðja allt liðið, snökt. Enda búin að umgangast þetta fólk daglega í fjögur og hálft ár ekki skrítið að
maður sakni þess. Mest mun ég sakna innheimtu kvennanna minna sem hafa gefið mér endalausar ráðleggingar um alla heimsins hluti. Ég er samt ánægð að þessum kafla er lokið,,,satt að segja var mér farið að leiðast. Nú eru aðeins nokkrar vikur í það að þessi litla fjölskylda flytji af landi brott. Það er allt að verða tilbúið í þennan mikla flutning og meira segja bíllinn orðinn hreinn fyrir keyrsluna til Seyðisfjarðar. Miðinn með Norrænu er á sínum stað svo og passarnir okkar. Þetta er bara allt að gerast,,,,,nú er bara að njóta Íslands og sumarsins næstu daga.
Ble, ble

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Garg, ég á eftir að sakna ykkar svooo..... Sjáumst við ekki á morgun/í dag á sautjánda júní???

12:40 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home