sunnudagur, september 17, 2006

Snuddudagarnir búnir.

Þetta er dagur sem Rakel Kara gleymir seint. Í dag kom jólasveinn og fékk allar snuddurnar hennar lánaðar til að gefa litlu jólabörnunum. Þegar ég sagði henni fréttirnar þá lá við að heimurinn hrundi. Á milli ekkasoganna kom hún með allskonar hugmyndir um hvernig við gætum náð snuddunum aftur t.d að keyra upp í fjöllin og taka snuddurnar o.s.fr. Þetta er sem sagt hennar fyrsti snuddulausi dagur af mjög mörgum, vonandi. Svefntíminn var henni erfiður og þurfti ég að syngja stanslaust frumsamið lag um hvað hún væri dugleg, stór og sterk að gefa jólabörnunum snuddurnar sínar.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æi litla skottan, vonum bara að hún verði ekki snuddusjúk aftur þegar litla krílið kemur í heiminn eins og Aldís María. En henni finnst ennþá frekar ósanngjarnt að hún fái ekki aðra snudduna úr pakka með tveimur í:) Gæti sko alveg notað snuð ef henni stæði það til boða þó hætti hún í nóvember í fyrra. Ótrúlegt hvað er hægt að verða háður þessum blessuðu snuddum:)

kv. Halldóra

9:58 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Æj krúttípútt...
ps. Ég hló upphátt af þessari frásögn í skólanum í tölvustofunni....

2:09 e.h.

 
Blogger svooona said...

Ég gæti nú alveg trúað minni til að verða svona snuddusjúk :o)

11:44 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home