Ekki mikið að frétta.
Hæ, hæ allir saman. Það er ekki mikið að gerast hjá okkur í DK annað en að lífið gengur sinn vanagang. Reyndar er ég í hrriiiiiiikalega miklu sjokki yfir brautinni sem ég valdi mér í Háskólanum og skal ég reyna að útskýra það fyrir ykkur.
Enski hlutinn er rosalega skemmtilegur en þar er ég ég að læra breska stjórnmála-og samtímasögu og enska málfræði. Þetta eru sjö tímar á viku og gengur bara rosalega vel. Þýski hlutinn (einnig sjö tímar á viku) er hinsvegar alveg að fara með mig. Ungt danskt fólk virðist tala reiprennandi þýsku enda eru þau búin að læra þýskuna í átta til níu ár. Fyrsti þýskutíminn minn var munnleg þýska í tvo tíma. Þar áttu allir að segja frá sjálfum sér á þýsku og afhverju þetta nám var fyrir valinu o.s.fr. Það sem kom mér svakalega á óvart var að þetta gátu allir í bekknum nema ég því að ég hef aðeins lært þýsku í tvö ár og það var fyrir níu árum síðan. Næsti tími var þýsk málfræði og þar var byrjað á því að leggja fyrir okkur próf. Prófið var heilt A4 blað með dönskum texta sem átti að þýða yfir á þýsku. Ég get sagt ykkur það að ég dúxaði ekki á þessu prófi :o( Daginn eftir fór ég í þýska nútíma-stjórnmálasögu þar sem að kennslan var auðvitað aðeins þýsku , kennslubókin er á þýsku og við eigum að taka þátt í umræðum um stjórnmál landsins á þýsku. Lokaprófið verður síðan ritgerðarpróf á þýsku. Eitt í viðbót…þann 21 nóvember á ég að halda 30-40 mínútna fyrirlestur á þýsku um eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um hvað er vegna þess að ég skildi ekki kennarann :o). Ég er sem sagt í heilmiklu sjokki yfir þessu öllu saman og er mikið að hugsa um að geyma háskólanámið í eitt ár þar sem að ég hefði hvort sem ekki getað tekið lokaprófin í desember/janúar vegna barneigna. Ég hef hinsvegar fundið annað áhugavert nám þar ég er mikið að hugsa um að fara í. Það nám stendur mér til boða núna strax og er dönskunám þar sem að skólinn er þrisvar í viku frá 8-14:30. Þar er tekið stöðupróf og því lendir maður í bekk þar sem að allir eru jafnir. Hvert dönskustig tekur um tvo mánuði en getur tekið styttri tíma ef maður er ofsalega duglegur. Ég gæti þá tekið allavegana eitt dönskustig áður en litla barnið fæðist. Ég ætla nú samt sem áður aðeins að sjá til, og bíða með að taka ákvörðun í nokkra daga og athuga hvort að Háskólanámið lagist ekki.
Sem betur fer gengur Halla og Rakel vel í sínum skólum og eru ánægð. Rakel verður örugglega vel talandi á dönsku eftir nokkra mánuði þar sem að hún er alltaf að koma með fleiri og fleiri dönsk orð. Okkur finnst svo skrítið þegar hún segir ,, men jeg” í staðinn fyrir að segja ,, en ég” eða ,, vaske hænder” í staðinn fyrir að segja ,, þvo sér um hendur”. Svona koma dönsku orðin hjá henni fleiri og fleiri þó svo að það sé aðeins mánuður síðan hún byrjaði á leikskólanum. ,,Mamma ég þarf að tisse” sagði sú stutta í gær :o)
Jæja mamma og pabbi loksins fáið þið að sjá markísuna (marissa :O) ) okkar sem við fengum á brjáluðum afslætti (þökk sé pabba). Eins og þið sjáið þá kemur hún rosalega vel út. Garðurinn verður einhvernveginn hluti af húsinu þegar markísan er úti og þegar nær dregur að jólum ætlum við svo að setja þarna jólatré með fullt af jólaljósum.Það verður örugglega rosa kósý.
Í vikunni ákváðum við að það væri kominn tími á að þessi litla fjölskylda færi í klippingu. Í næstu götu er hárgreiðslustofa í heimahúsi sem við ákváðum að prufa þar sem að nágrannar okkar komu svona rosa fínir frá henni Klippingin hjá Halla og Rakel tókst svona svakalega vel en mitt hár varð allsvakalega hræðilegt. Segjum bara sem svo að Halli komst að þeirri niðurstöðu að það væri misskilningur að það væri mikið af múslimakonum í Danmörku. Þetta eru allt konur sem hafa farið í klippingu og litun hjá hárgreiðslukonunni okkar og þurfa að nota slæður fyrir vikið.
Jæja, jæja nú er nóg komið í bili :o)
Við söknum ykkar allra rosa mikið,knús og kossar
3 Comments:
Er hárið svo hræðilegt??
Rosa flott markísa!
Mig langar að fá að sjá myndir af ykkur, ég er farin að sakna ykklar svo.
Geturðu ekki bara tekið þýsku í staðinn fyrir dönsku? þá geturðu tekið þetta nám sem þig langar í seinna!!! Þú lærir bara dönskuna af einhverjum nágrannanum, eða þá að þú takir bæði dönsku og þýsku... :) Það tekur örugglega styttri tíma að fyrir þig læra þýsku bara eina og sér heldur en það tók danina þar sem þeir náttla lærðu þetta með öðru námi!
Ég segi lærðu þýsku og Dönsku ef þú ert ekki að funkera í þessu sem þú ert í núna vegna þýsku-ekki-kunnáttu..
10:40 e.h.
Jebb hárið er skelfilegt:o(
Ég skal skella inn nokkrum myndum af okkur núna strax.
Ég sakna þín líka litla systir.
Knús Svansa
8:04 f.h.
miklar samúðarkeðjur vegna hársins- við höfum allar upplifað þetta
Kv Helga
8:57 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home