mánudagur, ágúst 28, 2006

Sumarfríið búið

Fyrsti skóladagurinn minn var í dag. Þetta voru upplýsingatímar þar sem að kennarar og tutorar kynntu sig og námsefni vetrarins. Fyrsti ALVÖRU skóladagurinn minn verður þó ekki fyrr en á mánudaginn því þá byrja tímarnir eftir stundatöflu. Allir tímarnir verða með fáum
nemendum sem er alveg ferlega fínt því þá hlýt ég að fá góða kennslu. Ég kynntist nokkru fínu fólki í dag og þ.á.m finnskri stelpu sem verður í nákvæmlega sömu tímum og ég.
Þar sem alvara lífsins fer loksins að taka við ákváðum við að lengja aðeins í fríinu og skella okkur í helgarreisu til Köben. Við gistum hjá Helga og Steinunni og fórum í tívolí, átum smorrebrod (úpps á eftir að fá danskt lyklaborð) og skemmtum okkur alveg konunglega í kóngsins köbenhavn. Þetta var alveg ferlega skemmtileg helgi :o) Helgi... híhí.
Það er helst af frétta af litla krúttinu okkar að hún er búin að taka leikskólann í sátt. Þetta virðist ekki vera mikið mál hjá henni núna og hún er farin að leika við krakkana, sem betur fer :o) Hún er líka farin að leika mikið við dönsku krakkana í hverfinu en fyrst til að byrja með vildi hún aðeins leika við þau íslensku. Það virðist virka ótrúlega vel að bulla bara eitthvað út í bláinn, benda hingað og þangað og setja á sig hin ýmsu svipbrigði. Dönsku krakkarnir virðast skilja hana, ótrúlegt :o) og vilja endilega leika við hana. Helst leikur hún við svartan danskan strák sem á alveg eins hjól og hún. Þau eru að verða sannkallaðir perluvinir og hafa verið mikið saman síðustu daga. Verst er að sá danski er heldur heimakær, í síðustu viku þegar Rakel var á leikskólanum og Halli í skólanum, sat sá litli fyrir framan sjónvarpið og horfði á teiknimyndir. Hann hafði hleypt sér inn, kveikt á sjónvarpinu og lá undir teppi ;o)
Í dag fórum við og keyptum barnastól á hjólið hans Halla. Síðan var farið í langan hjólatúr í góða veðrinu og þegar ég spurði Rakel hvernig var í hjólatúrnum var svarið....Það var alveg YYYYYYYYNDISLEGT.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sjalló

7:33 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

við erum alltaf að kíka hvort við sjáum ekki markisuna útdregna og Rakel á hlaupahjólinu!!!

7:47 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home