Fréttir af Rakel Köru
En hvað það er gaman að vita að það er enn einhver umferð inn á þessa síðu þar sem hún er búin að vera lömuð í langan tíma :o)
Ég var að enda við að skutla Rakel Köru í leikskólann og viti menn, hún brosti út í eitt og sagði bara bless sjáumst á eftir, FARVELL. Þessi vika hefur gengið vonum framar og hver dagur verður auðveldari fyrir hana á leikskólanum. Arnie, Anne og Marianne leikskólakennararnir eru líka himinlifandi yfir breytingunum á henni enda er litli fýlupúkinn minn orðinn glaður og ánægður:O)
Rakel Kara hefur eignast alveg fullt af vinum hér í hverfinu. Kvöldin hérna eru vægast sagt mjög fjörug þar sem allir krakkarnir safnast saman úti og leika sér. Það skiptir ekki máli hvort þau eru átta ára eða þriggja ára, það leika allir saman. Hún fær fleiri heimsóknir en foreldrar hennar þar sem það er alltaf verið að spyrja eftir henni að koma út að leika. Rakel tók upp á því í vikunni að byrja að tala dönsku, eða hún heldur að þetta sé danska :o) Þetta er reyndar bara algjört bull en svona talar hún við dönsku krakkana. Sem betur fer eru þetta mjög góðir og þ0limóðir krakkar híhí.
Við fengum markísuna okkar loksins senda heim í gær. Hún verður sett upp í kvöld og ég mun setja inn myndir af fína fína garðinum mínum í kjölfarið. Við munum þó ekki geta notað hana fyrr en í næstu viku því að við ætlum að skella okkur í helgarreisu til Köben. Þar ætlum við að fara í tívolí og dýragarðinn og tjilla heima hjá Helga og Steinunni og spila Texas Holden póker.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home