þriðjudagur, september 26, 2006

Enn sumar í DK

Það er bara rosalega lítið að frétta af okkur hér í Danaveldi. Sem betur fer þá þýðir það að okkur líður vel og við njótum þess að vera til. Veðrið er búið að vera svo frábært að við erum ennþá í sumarfötunum og við njótum þess að vera úti.

Sjálfri finnst mér æðislegt að vera ekki að gera neitt í augnablikinu því ég man þann tíma þegar ég var ólétt af Rakel Köru og var að vinna úti allan daginn. Þá var ég alltaf þreytt og bólgin en nú get ég lagt mig yfir miðjan dag ef ég vil og get hugsað vel um sjálfa mig. Svona lúxus varir þó ekki lengi því að skólinn minn byrjar fljótlega og þá verð ég á fullu aftur í heimalærdómi og svoleiðis stússi.
Bumban stækkar ört enda eru aðeins tveir mánuðir í stóra viðburðinn. Ég er farin að hallast að því að þetta sé drengur, lítill fótboltastrákur, sem sparkar allan daginn. Ég man ekki eftir svona miklum látum þegar ég var ólétt af Rakel Köru.
Við fórum í mæðraskoðun í síðustu viku og allt lítur svona ljómandi vel út. Það er skortur á ljósmæðrum hér í Odense þar sem 1/4 af þeim eru í fæðingarorlofi. Í Danmörku eru að meðaltali átta skoðanir hjá ljósmæðrum og vegna orlofa þá fækkar þeim í sex skoðanir. Okkur íslendingunum finnst þetta vera allmikið kæruleysi þar sem að mæðraskoðanir eru miklu fleiri á Íslandi. Ég man að ég fór vikulega síðasta mánuðinn þegar ég var ólétt af Rakel og var alltaf í stanslausum blóðprufum þar sem að ég er RH-. Við verðum víst að sætta okkur við að svona gengur þetta fyrir sig í Danmörku og vona að allt gangi vel :o)
Halla gengur alveg ágætlega í tæknifræðináminu sínu. Hann er að fara í sitt fyrsta próf í stærðfræði og burðarþolsfræði á föstudaginn og við vonum að það gangi vel. Sem betur fer er bókin hjá honum á ensku en prófið sjálft verður auðvitað á dönsku. Ætli stærsta vandamálið verði ekki bara að þýða prófið yfir á ensku :o)
Við biðjum að heilsa í bili og bráðlega setjum við inn myndir og annað myndband af Rakel Köru.

Skilaboð til Ömmu Rannveigar frá Rakel: Takk fyrir mig (Bros)
Skilaboð til Ömmu Elsu frá Rakel :Það er svoldið hart í sokknum.

PS: Ég hef ekki hugmynd um hvað hún er að meina með þessum orðum en hún bað mig um að skrifa þetta til ykkar :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home