miðvikudagur, október 11, 2006

Skólarnir okkar

Hæ,hæ vinir og vandamenn :o)
Ég er loksins byrjuð í skólanum eftir marga og notalega frídaga. Nú þarf að ræsa liðið klukkan 6:40 á mánudögum - miðvikudögum og föstudögum svo allir komist nú á réttum tíma í skólana sína. Á þriðjudögum og fimmtudögum ætlum við Rakel að sofa út til 8:00 því þá er ég í fríi og hún þarf ekki að vera mætt á leikskólann fyrr en 9:30. Skólinn virkar mjög vel á mig og ég kann vel við alla kennarana og þá nemendur sem ég hef kynnst.
Halli var að fá út úr fyrsta prófinu sínu, eðlisfæði og stærðfræði. Honum gekk svona ljómandi vel og varð þriðji hæstur með einkunnina níu. AF 25 nemendum sem tóku prófið voru 12 sem féllu með einkunnina þrjá þannig að hann er vel fyrir ofan meðaltal.
Rakel Köru gengur sem betur fer einnig vel í sínum skóla. Hún var í voða fínni myndatöku í gær þar sem fenginn var atvinnuljósmyndari til að taka myndir af leikskólabörnunum. Foreldar geta síðan keypt misstóra ljósmyndapakka ef þeir vilja. Þetta er gert árlega og er alveg stórsniðugt því ljósmyndarinn er þrælgóður og myndirnar ódýrar.


Það er nú gott að okkur gengur öllum vel hér í DK :o)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju Halli... gaman að heyra í ykkur... Við erum komin með þvílíkt flotta tölvu að það er ótrúlegt!!! Þetta er þvílíkur massagripur að það er varla venjulegt!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

11:03 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið rosalega áttu gáfaðan mann. Og hann kann að elda! Til lukku með þetta krakkar.

12:24 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hvenær á að fara að blogga??? ÉG langa nýtt blogg.

11:24 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Blooooggðu!!!!

3:26 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Farðu nú að blogga kjánaprikið þitt!!!

3:13 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home