föstudagur, nóvember 17, 2006

jóla hvaö

Ég fór í fínan jólaleiðangur í gær sem endaði á kaffihúsi með iceblend með súkkulað namm namm. Keypti reyndar ekki eins mikið af jólaskrauti og ég ætlaði en það kemur dagur eftir þennan dag. Ég er mjög upptekin af jólunum þessa dagana og er búin að skreyta alveg helling niðri en á alveg eftir að skreyta uppi.
Í gærkveldi buðu Elín og Aggi okkur í hvítöl. Við erum sem sagt að reyna að finna út hvaða hvítöl líkist mest íslenska maltinu og hvaða danska appelsín líkist mest því íslenska. Síðan þarf að athuga hvort hægt sé að blanda þessu saman svo að við fáum nú malt og appelsín með jólamatnum okkar :o) Ég heyrði reyndar að það væri hægt að kaupa þetta í Jónsbúð í Köben og í íslendingasjoppunni í Horsens en þetta er bara miklu skemmtilegra.
Ég get svo svarið fyrir það að hún Rakel verður altalandi dönsku eftir nokkra mánuði. Hún lærir greinilega mikla dönsku á leikskólanum sínum því að við erum í mörgum tilvikum hætt að skilja hana :o) Grínumst með það að við þurfum að fá túlk á heimilið :o) Við erum að reyna að fá hana til að tala íslensku heima en dönsku á leikskólanum. Þegar ég bað hana í gær vinsamlegast um að tala við mig íslensku sagði hún bara,, mor kannt þú kanski ekki að snakke dansk? Svona blandar hún báðum tungumálunum saman og með þvílíkum dönskum hreim hvort sem orðin eru íslensk eða dönsk. Ég held að það sé kominn tími til að taka í taumana og biðja hana um að tala eingöngu íslensku heima hjá sér annars getur hún ekki aðgreint hvort tungumálið hún er að tala. Okkur finnst stundum reyndar svoldið fyndið að heyra í henni, sérstaklega hreimurinn hennar.

Bless í bili
Skrifiði nú í gestabókina mína

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ojojjo krúúútt... en já það er best að hún kunni íslenskuna fullkomelga áður en hún kemur aftur heim til íslands þegar þið eruð búin að læra(þið ætlið að koma aftur right?).. Því annarse á hún á hættu að geta ekki lært vel fleiri tungumál þegar hún verður eldri og það er ekki gott..Þetta segir félagsfræðikennarinn minn í skólanum!!! hehe, ég verð náttla líka að skilja litlu frænkuna mína....

5:33 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home