miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Það er að koma desember


Nú er ég sko orðin ólétt. Mér hefur aldrei fundist ég eins þung á ævinni og ákkurat núna í dag. Ég labba eins og mörgæs og er komin með stórar silikúnvarir og bólgið andlit :o) Ég er s.s komin með þetta týbíska óléttuútlit. Sem betur fer þá styttist í áætlaðan fæðingardag sem verður ekki degi seinna en 5.des. Allt er að verða tilbúið fyrir fæðinguna, og síðustu daga hefur Halli greyið verið settur í óteljandi verkefni sem tengist barninu og jólunum. Mér finnst ég svo ósjálfbjarga að geta ekki farið sjálf upp á háaloft til að bera niður jólakassana og allt barnadótið en sem betur fer þá stend ég ekki ein í öllu þessu stússi.
Ég er í hálfgerðu menningarsjokki þessa dagana þar sem að öll mæðravernd er í algjöru lágmarki hér í DK. Ég fór í skoðun í byrjun nóv og á ekki að fara aftur fyrr en 30 nóv þ.e.a.s nokkrum dögum fyrir áætlaðan fæðingardag. Á Íslandi þá fór ég vikulega mæðraskoðun síðasta mánuðinn. Á spýtalanum þarf ég síðan að koma með allt sjálf þ.a.m bleyjur á barnið og svo þarf ég að kaupa sérstakar bleyjur á sjálfa mig TAKK FYRIR. Eins gott að maður muni eftir öllu, mér sýnist þetta ætla að verða stór ferðataska :o(
Það er s.s allt að smella saman hér hjá okkur og allt að verða tilbúið fyrir jólin og barnið. Við erum búin að kaupa flestar jólagjafir og við skreyttum húsið okkar síðustu helgi. Á morgun ætla ég reyndar í pínu jólaleiðangur með bestu nágrannakonu heimsins henni Elínu :o) og kaupa fullt af jólaskrauti og kertum og kanski síðustu jólagjafirnar.
Það fer að styttast í að mamma og pabbi og Jóhanna María litla systir komi í heimsókn til okkar. Við söknum þeirra auðvitað rosalega mikið og okkur hlakkar ótrúlega mikið til að sjá þau. Helga og Daði drífið ykkur bara í að kaupa farmiða til okkar og höldum almennilega upp á áramótin öll saman :o)
Ég bið ofsalega vel að heilsa ykkur öllum.
Knús og kossar :o)
Ég vil minna ykkur á gestabókina mína. Kvittið nú fyrir ykkur

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

úff ég veit nákvæmlega hvernig þér líður.. alltof stutt síðan ég var í sömu sporum en þetta tekur nú enda það er eitt sem er víst. Er orðin rosaspennt að sjá hvort litla skottan fái bróður eða systur er hún ekki orðin spennt fyrir þessu öllu?

Gangi ykkur rosalega vel þegar að þessu kemur og svo vill maður fá að sjá myndir sem fyrst hehe:)

kv. Halldóra og co

11:43 e.h.

 
Blogger svooona said...

Takk ,takk. jú að sjálfsögðu birtum við myndir strax eftir að litli prinsinn eða prinsessan fæðist. Ætli ömmurnar og afarnir séu ekki rosa spennt líka :o)
Við Rakel biðjum ofsalega vel að heilsa ykkur

11:18 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ.. "svo þarf ég að kaupa sérstakar bleyjur á sjálfa mig TAKK FYRIR", eh ... haaa? Þurfa konur sem eru nýbúnar að eiga barn að vera með bleyju???? hehehehhe

ég sakna ykkar líka aðlveg roosalega... Netið er búið að era í ólagi í smátíma og því hef ég ekki komist inn á bloggsíður...

5:29 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home