sunnudagur, nóvember 19, 2006

Litlu jólin

Hæ, hæ

Vorum svo heppin að vera boðin í Hangikjöt og uppstúf í gærkveldi til vinahjóna okkar. Þetta var æðislega góður matur og smakkaðist jafnvel betur hér í Danmörku en á Íslandi. Í dag var svo allt húsið tekið í gegn og síðustu jólaskreytingarnar settar upp. Nú á aðeins eftir að setja upp jólatréð en það verður ekki gert fyrr en á Þorláksmessu samkvæmt hefðinni.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

að kaf-snjóaði í nótt!!!! Ég vaknaði í morgun við það að Þór nágranni var að moka!!! Ég gæti farið út og mælt úrkomuna en ég held að málbandið sé ekki nógu langt.. hehe

10:57 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Svansa,
gaman að rekast á bloggið þitt !
Gangi þér vel á endasprettinum og í fæðingunni og til hamingju með þetta allt saman !
Kveðja
Ágústa (Való)

4:01 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gaman að detta inn á bloggið þitt, við vildum að það væri orðið svona jólalegt hjá okkur eins og er hjá þér. Ég sendi pakkann bráðum.

6:40 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ nú kíkir maður inn á bloggið á hverjum degi og tékkar hvort fjölskyldan hafi stækkað:) Gangi þér vel Svansa og ykkur öllum þegar þar að kemur og vonandi gengur allt vel:)

kv. Halldóra

10:03 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home