miðvikudagur, janúar 24, 2007

Það er búið að nefna dömuna

Ó já, það er búið að nefna dömuna en hún á að heita Ísabella Katrín :o)

Ísabella þýðir ,,fögur" og Katrín þýðir ,,hin hreina".

Við tókum þetta nafn framyfir Ísabella Jólasveinn en það nafn hafði hún Rakel Kara valið á systur sína. Nafnið Ísabella virkar bæði á Íslandi og Danmörku annað en nafnið Rakel sem missir allann sinn sjarma þegar það er borið fram á dönsku , gagöl. Eins og flestir vita geta Danir ekki borið fram R á íslenskan máta og þar með breytist þetta fallega nafn í GAGÖL.

Síðustu vikur hafa verið annasamar hjá okkur. Prinsessan fæddist 19 des, svo komu jólin og mamma og pabbi og Jóhanna komu í heimsókn og voru hjá okkur um áramótin. Halli var í prófum í byrjun janúar og notaði allan þann tíma sem hann átti lausann milli jóla og nýárs í próflestur. Þann 11 janúar kláraði hann prófin með glæsibrag og 18 jan komu Hallgrímur og Rannveig til okkar í nokkra daga til að sjá nýjasta afa og ömmubarnið.

Um miðjan febrúar ætlum við til Íslands í frí og til að skíra dömuna.

Endilega skrifið nú í gestabókina okkar..það er alltaf svo gaman að fá kveðjur :o)

Ástarkveðja frá Svönsu, Halla, Rakel Köru og Ísabellu Katrínu.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ innilegar hamingjuóskir með þetta fallega nafn, ég furða mig samt á að þið skilduð ekki samþykkja tillöguna hennar Rakelar hehe, Ísabella Jólasveinn hefði átt vel við. En ætli hitt sé nú ekki fallegra hehe. Gaman að heyra í þér um daginn og hve vel gengur hjá ykkur svoleiðis á þetta að vera. Nú verður þú bara að vera dugleg að setja upp myndasíðu svo maður fái að sjá prinsessurnar stækka og þroskast:)

Hafið það sem best kæra fjölskylda
kv. Halldóra og co

10:53 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar:) Okkur líst vel á nafnið og hlökkum til að sjá ykkur í febrúar.
Kv, Mamma og Jóhanna

6:58 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með litlu prinsessuna, hún er æðisleg. Þetta er mjög fallegt nafn :D

Kveðja
Anna, Jói, Rut og Siggi ;)

4:19 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home