mánudagur, desember 18, 2006

Nú er loksins komið að því.

Nú er loksins komið að því.....ég verð sett af stað á morgun. Það er svoldið skrítið að taka einhvern ákveðinn dag í þetta, venjulega gerist þetta sjálfkrafa og eðlilega. Þetta barn ætlar sér greinilega að koma á fæðingardegi Helgu systur sem verður 25 ára á morgun. Þriðjudagurinn 19. des 2006 verður þá væntanlega fæðingardagur barnsins okkar, skrítið :o)
Það góða við þetta allt saman er að við höfum haft nægan tíma til að undirbúa jólin og komu barnsins. Á okkar heimili er bókstaflega allt tilbúið...jólamaturinn í frystikistunni, jólafötin tilbúin inní skáp, jóladúkarnir hreinir og fínir, allar gjafir komnar á sinn stað og jólakortin í pósti.
Ég mun væntanlega skrifa einu sinni enn inn á þessa heimasíðu fyrir jól....geri það þegar ég kem heim af fæðingardeildinni, vonandi þá með góðar fréttir af heilbrigðu og fallegu barni :o)

Allir mínir góðu vinir og vandamenn.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Vonandi sjáumst við sem oftast á nýju ári.
Jólakveðjur til allra :o)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Svansa og fjölskylda. Gangi ykkur ofsalega vel í átökum morgundagsins. Hlakka til að fá fréttir af komu litla jólabarnsins.

Hafið það sem allra best um jólin og njótið þess að vera til. Ég hef ekkert heimilisfang hjá þér svo þú færð bara jólakveðjur frá mér hér:)

Bestu jólakveðjur
Halldóra og fjölskylda

10:20 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðileg Jól, gott og farsælt komandi ár...

Við hittumst heil...

7:19 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home