fimmtudagur, mars 15, 2007

Nýjustu fréttir af Baunabúum

Vorið er komið hér í Baunalandi og hitinn hefur farið upp í 15 gráður. Sólin hefur skinið síðustu daga og fólk er óða önnum að setja upp garðhúsgögnin sín og gera vorverkin. Allt í einu eru allir úti að njóta veðurblíðunnar.
Afmælisveislan hennar Rakelar Köru tókst bara vel hjá okkur. Allir vinir okkar hér í DK mættu á svæðið og heiðruðu afmælisbarnið með nærveru sinni :O) Rakel vaknaði eldsnemma um morguninn og skreið upp í rúm til okkar. Þar opnaði hún fyrsta pakka dagsins en hann var frá ömmu hennar Elsu, afa Einari og Jóhönnu Maríu. Í pakkanum leyndist m.a Sollu stirðu galli og ég hélt að daman myndi springa af ánægju. Niðri í stofu beið hennar svo splunkunýtt 16 tommu hjól sem þurfti nú að prófa strax. Klukkan sjö um morguninn var daman komin í Sollu stirðu gallann og farin út að hjóla. Afmælisveislan byrjaði svo klukkan tvö og við vorum um 18 talsins þegar mest var. Ég held að allir hafi bara skemmt sér vel, allavegana gerði ég það.

Daginn eftir var afmælisveisla haldin á leikskólanum hennar Rakelar Köru. Halli hafði bakað danskar bollur í tilefni dagsins og þær tók Rakel með sér. Þegar við mættum í leikskólann var danska fánanum flaggað henni til heiðurs og allir krakkarnir óskuðu henni til hamingju með afmælið og sungu. Þetta þótti minni nú ekki slæmt og brosti út að eyrum og lét alla vita að hún væri sko orðin fjögurra ára.

Af okkur fullorðna fólkinu er allt gott að frétta. Lífið gengur sinn vanagang. Halli er byrjaður að hjóla aftur í skólann og er reyndar líka byrjaður að lyfta. Ég byrja bráðlega aftur skólanum en ætla að vera í fjarnámi til að byrja með.

5 Comments:

Blogger Feita dufan design said...

Já afmælið var frábært og ofsalega gaman :) Takk fyrir okkur og góðu kökurnar og réttina :)

Kveðja

Sigga Vigga og co

11:36 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Mér heyrist/lesist sú stutta hafa skemmt sér vel:)

8:09 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja er ekki komið að nýrri færslu ;)

Kv. Sigga Vigga og bumbubúinn

10:44 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hér er addressan hjá tengdó út af fisknum :)

Toggi og Maja
Suðurgata 2a
190 Vogar

S: 893-0007 og 424-6504

Endilega hafðu samband við þau :)

Kv. Sigga Vigga

1:56 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, hæ!
Allt mögulegt er nú hægt að finna á netinu og ég rakst á þessa síðu ykkar um daginn :)
Gaman að sjá að þið hafið það gott kæra fjölskylda.
Kær kveðja,
Bogga gamla vinkona

2:13 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home