Sældarlíf
Hér er gersamlega búið að vera sólstrandarveður, algjört æði :O) Þegar maður er heimavinnandi er hægt að njóta veðurblíðunnar. Í dag fórum við t.d í langan göngutúr út í skóg á uppáhalds leikvöllinn hennar Rakelar Köru og svo var haldið heim á leið og ekki farið inn í hús fyrr en á háttatíma. Hér í hverfinu er allt iðandi af lífi og krakkar í tonnatali úti að leika sér. Mesta sportið er að leika sér í moldinni, sem er nóg af þessa dagana. Rakel þurfti að skipta um alklæðnað þrisvar sinnum í dag, hún var gjörsamlega drullug upp fyrir haus þegar ég var að hátta hana áðan. Tásluþvottur, handþvottur, hálsþvottur, allt heila klabbið :O) En mikið lifandi ósköp var þetta skemmtilegur dagur að hennar sögn. Á kvöldin byrjar svo skóleikurinn skemmtilegi, þar sem foreldrar í hverfinu uppgötva skó í garðinum hjá sér og reyna síðan að finna út hver á hvaða skó. Ætli krökkunum finnist ekki vera of heitt til að vera í skóm og skilja þá eftir hér og þar :O)
Í kvöld var í fyrsta skipti í langan tíma þar sem við grilluðum ekki, því aðalkokkur heimilissins skellti sér í Köben reisu í einn sólarhring. Því er Svansa greyið ein heima með börnin í kvöld hahah :O) Þar ætlar hann að hafa það náðugt með Jögga, Helga Mar, Steinunni og Ágústi Bjarka. og sletta aðeins úr klaufunum.
jæja nú jæja
bið að heilsa ykkur öllum rosalega vel
Kveðja Svansa, Halli og co
4 Comments:
hér er líka smá sól... ég og mamma erum búnar að fara í hjólatúr tvo daga í röð!!! ógsla dúlegar...
MR Kórinn hélt tónleika um daginn og ég fékk nýjan kjól í tilefni þess:) Ég þarf að lifa á u.þ.b. tvöþúsund kalli út þennan mánuð vegna skertrar vinnugetu, en ég sit sveitt yfir stúdentsprófalærdómi og verkjar satt best að segja í höfuðið af vitneskju!!!
Já svona er tilvera Jósu í dag!!!
10:54 e.h.
Ótrúlega krúttlegar nýju myndirnar á barnalandinu:) Svekkjandi að komast ekki upp úr forkeppninni:( Ég bloggaði um júróvísjón á massarínunni ef þú vilt lesa skoðanir mínar á ýmsum lögum og flytjendum:)
12:48 f.h.
Til hamingju með afmælið maðurinn hennar Svönsu:)
5:13 e.h.
[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]online casinos[/url] [url=http://www.casinovisa.com/no-deposit-casinos/]free casino[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/video-poker/index.html]Bonus Casino[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/amex-casinos.htm]online casinos[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=528]sex dolls[/url]
9:54 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home