Svefnenglar í DK
Ísabella í 25 stiga hita úti í garði á samfellunni einum fata
Ísabella mathákur farin að taka þátt í borðhaldi fjölskyldunnar.
Jæja, ég hef ekki verið dugleg að blogga síðustu vikur. Samt sem áður er alveg nóg að frétta. Hér hefur t.d verið sólstrandarveður, allt upp í 26 gráður. Við höfum öll verið að njóta veðurblíðunnar og okkur finnst eins og við séum stödd á sólarströnd í fríi.
Ég fór til Köben með Jónu á tónleika í síðustu viku. Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn tróðu upp, Bjöggi Haldórs, Valgeir Guðjóns, Eyvi Kristjáns,Birgitta Haukdal og fl mættu líka á svæðið. Vorum líka í matnum, þriggja rétta máltíð á meðan þessir snillingar sungu og skemmtu gestum. Váaa hvað það var gaman þegar Eyvi söng Nínu eða þegar Valgeir söng popplag í G dúr.
Við höfum staðið í svefnstríði við dætur okkar síðan um Páska. Rakel vakir fyrri part nætur og Ísabella seinni partinn. Við Halli erum sem sagt ekki vel sofin þessa dagana og erum komin með bauga niður á höku.
jæja bless í bili
Hvet ykkur til að kíkja á barnalandssíðuna okkar, var að setja inn nýjar myndir. Endilega kvittið í gestabókina okkar því það er alltaf gaman að fá kveðjur
2 Comments:
Hæhæ gaman að fá fréttir af ykkur:) Æðislega eru þær sumarlegar og sætar litlu skotturnar þínar og ofsalega líkar verð ég að segja bara yndislegar sko!!
Vonandi fara þær nú að hafa sér skikkanlega á næturnar svo þið fáið nú nætursvefninn eftirsótta.....
bestu kveðjur
Halldóra og co
12:39 e.h.
litlu frænkurnar mínar eru svo fallegar...:) kíp öpp ðe gúd vörk hehe
Ég var líka ótrúlega falleg í gær íklædd sjóræningjafötum og ámálað skegg, að hrella gesti kringlunnar.... Já það var rétt til getið hjá ykkur ég var að Dimitera:) Langar næstum til þess að falla bara til þess að fá að gera þetta aftur:) hjehe ég er allavega komin með ástæðu -hoho djók nei ég mun dúxa skoh
10:19 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home