Engar fréttir eru góðar fréttir
Hér frá Danaveldi er allt gott að frétta. Allt gengur sinn vanagang og okkur er farið að hlakka til að komast í frí saman. Það er reyndar frídagur á fimmtudaginn og Danir nota þessa frábæru samlokureglu og taka sér líka frí á föstudaginn. Því er fjögurra daga helgi framundan :O). Spurningin mikla er hvað á maður að gera af sér í fjóra heila frídaga. Kanski skreppum við yfir til Þýskalands og gistum í eina til tvær nætur eða kanski förum við bara í Lególand, það er alltaf gaman. Reyndar er spáð rigningu alla næstu viku þannig að það verður ekki skemmtilegt útiveður.
Halli átti 32 ára afmæli þann 11 maí og í tilefni dagsins var bökuð súkkulaðiterta og Rakel föndraði flotta kórónu fyrir pabba sinn.
Að lokum langar mig að sýna ykkur hvað litla daman okkar hún Ísabella er orðin dugleg, ekki orðin 5 mánaða. Sjáið bara :O)
Bið að heilsa ykkur í bili kæra fólk.
Knús og kossar frá okkur öllum :O)
Litla fjölskyldan í Odense
2 Comments:
Þessar tvær prinsessur þarna á myndunum er ofboðslega sætar:) hehe
6:49 e.h.
Æðisleg kórónan, var hann ekki með hana allan daginn? Brött sú litla;)
12:26 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home