Fyrsta prófið búið
Hæ hæ vinir og vandamenn,
Fyrsta prófið hans Halla er afstaðið :O) Guð sé lof hahaha. Hann stóð sig með sóma og fékk 8 í einkunn þrátt fyrir svefnlausa nótt og lítinn lærdóm. Ísabella hefur nefnilega verið lasin og ekki sofið vel , hvorki á daginn né á nóttunni. Síðustu nótt svaf hún gjörsamlega ekki neitt þannig að Halli fór ósofinn í prófið. Ég reyndi eins og ég gat að vera niðri í stofu með Ísabellu í nótt en dönsk hús eru eins og pappakassi þ.e ef einhver hvíslar uppi á efri hæð liggur við að maður heyri það niður í stofu. Rakel greyið fór ósofin í leikskólann sinn, mjög fúl og uppstökk. Vildi helst vera heima og sofa. Hætti samt snögglega við þegar ég sagði henni að það væru ekki neinir krakkar að leika við í dag því þeir væru allir í skólunum sínum.
Það er mikið að gerast hjá okkur framundan. Aggi, Elín og Svenni ætla að gista hjá okkur í nokkra daga, Aggi reyndar lengur því hann þarf að klára prófin sín. Síðan eru þau flutt til Ísands :O( Jöggi og Jóna hafa hugsað sér að kíkja til okkar um helgina og gista, síðan er stutt í mömmu, pabba, Jóhönnu og Danna.
Nú er klukkan að verða 23 og hitastigið er 18 gráður og spáin út vikun alveg frábær. Hlakka bara til næstu daga, ætla að njóta veðurblíðunnar og taka garðinn minn í gegn.
Bið að heilsa ykkur öllum kæra fólk.
Kveðja Svansa og co
4 Comments:
tíl hamingju Halli
11:03 e.h.
Já til hamingju Halli... Ívar á enn eftir að klára sitt en því líkur í næstu viku..hjúkk!!!
Svo verðum við bara að kíkja í heimsókn til að það verði aðeins þrengra um alla ;) hahaha En þröngt mega sáttir sitja :) Ekki satt..
Kveðja úr Neder Holluf
Sigga Vigga og co
3:26 e.h.
Hæhæ systir góð
Var að kaupa þrítugsafmælisgjöfina þína;)
Gangi þér vel í prófunum Halli-
kv Helga
10:18 f.h.
bíddu ætlaðir þú ekki að blogga??
12:36 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home