Vá mikið að gerast í dag.
Þetta er búinn að vera annasamur en rosalega skemmtilegur dagur. Vöknuðum náttúrulega snemma eins og vanalega og þegar Rakel og Halli voru farin í skólann fórum við Ísabella ásamt fleirum í langan göngutúr niður í Norribjerg í kaffi til Karlottu. Rétt svo náðum að labba heim þegar tími var kominn á að fara í 25 ára afmælisveislu leikskólans hennar Rakelar Köru. Þetta var mjög fín veisla með flottum skemmtiatriðum og veitingum (Bjór og hvítvín). Það var alveg frábært veður, kanski aðeins of heitt :O)Allir sátu úti og drukku og átu og skemmtu sér vel. Þegar heim var komið var síðan farið í afmæliskaffi til hennar Rósu nágrannakonu og þar sátum við fram að kvöldmat.
Að lokum vil ég senda elsku Jóhönnu litlu systur litla kveðju.
Til hamingju með 20 ára afmælið og einnig með útskriftina í dag. Ég hefði alveg vilja vera með þér á þessum skemmtilega og merka degi. Hef hugsað til þín í allan dag. Skemmtið ykkur nú vel á Grillinu í kvöld :O) Rembingsknús og koss frá okkur öllum. Hlakka svo til að sjá ykkur :O)
Læt eitt lítið myndband fylgja með að þessu sinni. Þær eru náttúrulega endalaust sætar þessar dætur mínar :O)
1 Comments:
awww þær eru óendanlega sætar:) Takk kærlega fyrir afmælis- og útskriftarkveðjuna. Ég hefði gjarnan viljað hafa þig hjá mér líka:) Við fengum rosalega góðan mat á grillinu. Í forrétt fengum við humar og bleikju/lax í einhverskonar dóti hehe, svo fengum við í annan forrétt svona steiktan fisk sem ég man ekki hvað heitir, roði var svona eins og snakk. Svo fengum við í aðalrétt nautakjöt með uxahala dóti sem var djúpsteikt steikta villisveppi og villisveppa kartöflumús-held ég. Svo fengum við í eftirrétt súkkulaðimús með einhverskonar sorbeti og ræmu af brownie. Mmmm nammi namm, þetta var rosalega góður matur:) Helga og Mamma fengu sér í forrétt humar og í aðalrétt lynghænu, sv var í eftirrétt hjá þeim exótískir ávextir og sorbet og kókosís:)
5:47 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home