mánudagur, maí 21, 2007

Huggulegheit

Hej Hej, alle sammen :O)
Allt í einu finnst mér eins og ég hafi allan heimsins tíma. Nú loksins finnst mér eftir að Ísabella fæddist allt komið í fastar skorður. Fannst fyrst til að byrja með alveg rosaleg vinna að eiga tvö börn og skildi ekki hvernig foreldrar með tvö börn gátu fundið tíma fyrir sjálfan sig. Nú er þetta bara allt í einu orðið lítið mál og við Halli höfum alltaf tíma fyrir okkur frá kl 8 á kvöldin því þá eru báðar dömurnar sofnaðar. Rakel er reyndar í leikskóla á daginn þannig að þetta er ekkert mál lengur.
Það er nú ekki mikið að frétta af okkur enda er ég búin að vera dugleg að skrifa. Erum reyndar búin að taka garðinn okkar í gegn. Gróðursetja blóm og tré og byggja grindverk í kringum allan garðinn báðum megin við húsið. Þetta lítur bara mjög huggulega út hjá okkur. Ég er að vona að ég hafi rosalega ,,græna fingur'' er reyndar búin að drepa nokkur sumarblóm. Tek það skýrt fram að það var ekki mér að kenna því að það komu rosalegir skúrir sem drekktu blómunum mínum. Ég var á tímabili mjög hrædd um að Ísabella sem var úti í vagni væri í stórhættu því að svo mikil var rigningin. Ég
fór út á nokkurra mínútna fresti til að athuga hvort hún væri nokkuð drukknuð. Auðvitað svaf hún eins og steinn og lengri dúr hefur barnið ekki tekið. Mamman rennandi blaut og áhyggjufull en hún í fastasvefni :O)
Rakel fór í skógarferð í gær með vinum sínum, ekki langt að fara enda skógurinn hinum megin við litlu sætu götuna okkar. Þar lenti Rakel í pínu hrakningum þar sem að hún brenndi sig á brenninetlum, vinkona hennar var fljót að bjarga henni frá brenninetluófétinu en brenndi sig líka í leiðinni. Það er gott að vita til þess hve Rakel á góða vini :O)
Próftörnin fer að byrja hjá Halla en fyrsta prófið hans er í byrjun júni en það síðasta 19 júní. Eftir prófin ætlum við að hafa það gott hér í Danmörku en komum kanski til Íslands í ágúst. Ætlum sem sagt að taka langt og gott frí og njóta þess að vera til og taka á móti gestum. Vonum bara að sem flestir komi að heimsækja okkur því okkur finnst alltaf gaman að fá gesti :O)
Endilega verið dugleg að skrifa í gestabókina okkar.
Kveðja
Svansa og Halli og co.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alveg að verða búin í þessari fjandans prófatörn... síðasta prófið er á föstudaginn og það er munnleg stærðfræði, og á meðan mun ég skemmta mér konunglega við lestur á Hávamálum, sólarljóðum, Lilju, Völuspá, Helkakviðu Hundingsbana og fleiru skemmtilegu:)

6:24 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Djók, ekki munnleg stærðfræði, hana var ég að klára í dag... prófið sem er á föstudaginn er munnleg íslenska.....

6:25 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

hola chica - gaman að sjá kvitteriið í gestabókina minni um daginn - kom mér heldur betur skemmtilega á óvart :)
En já það var gaman hjá okkur á sálinni, ennþá skemmtilegra hvað við smullum eitthvað allar vel saman :)
Gangi þér vel með allt saman og je dúdda mía hvað stelpurnar ykkar eru mikil rúsínurassgöt - svaka krútt :)
hilsen hilsen Þórdís Jóna

10:33 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hef mikla samúð með Halla- próf eru ógeðsleg. Var að klára mín ;)
Trixið er fullt af góðu súkkulaði, kertaljós og skemmtileg tónlist.

Kær kveðja, Helgasys

4:21 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ef ég myndi læra með kertaljós nálægt mér myndi glósubrennan byrja að aðeins og snemma....

5:58 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home