mánudagur, júní 11, 2007

Halli og Svansa partíljón


Bríet og Rakel Kara í sól og sumaryl

Fraugdeveislan góða

Svona lítur garðurinn minn út eftir skemmtilegan sólardag, allt á rúi og stúi. :O)

Góðan dag, góðan dag góða fólk.
Aðalástæðan að ég held þetta frábæra blogg er að segja fólki frá lífi okkar hér í Dk. Á okkar bæ er alltaf nóg um að vera og þess vegna nóg um skrif. :O)
Hér er búið að vera algjör sólarparadís, 30 stiga hiti og heiðskír himinn. Erum búin að borða úti í garði hvert einasta kvöld. Höfum reyndar borðað í bakgarðinum, í forsælu undanfarið því sólin er að steikja okkur, þó svo að klukkan sé 8 um kvöld.
Í sumar og sól er hægt að hafa margt fyrir stafni. Fórum m.a í Egeskov síðustu helgi. Þar er stór og mikil höll og herragarður í kring. Spókuðum okkur um í góða veðrinu og fengum okkur síðan gott að borða. Svo héldum Fraugdekvöld fyrir stuttu þar sem allir íslenskir Fraugdebúar mættu á svæðið og grilluðu. Gæddum okkur á nautakjöti og tilheyrandi og skemmtum okkur konunglega fram á nótt. Krakkarnir léku sér úti til klukkan 23 í góða veðrinu. Næsta Fraugdekvöld verður örugglega stærra því fleiri Íslendingar eru að flytja í bæinn. Við Halli og Ísabella skelltum okkur í bæjarferð í vikunni meða Rakel var í leikskólanum. Miðbær Odense er glæsilegur og alltaf gaman að rölta um göturnar og kíkja í búðarglugga.
Við erum búin að vera mörg í heimili síðustu daga. Aggi, Elín og Svenni hafa gist hjá okkur þessa síðustu daga sem þau verða hér í DK. Við Elín höfum verið í daglegu sambandi í heilt ár og það verður svoldið sárt að geta ekki hitt hana daglega .Við sjáum þau nú kanski í ágúst því þá er stefnan er tekin á litla Íslandsdvöl.
Nú áðan fórum við eftir kvöldmat í litlan göngutúr út í skóg. Settum Ísabellu í náttföt og héldum nú að hún myndi sofna á leiðinni. En nei, hún er soddan selskapsbarn að hún fór ekki að sofa fyrr en seint og síðar meir. Rakel Kara er kát að vanda en saknar ömmu Elsu, afa Einars, ömmu Rannveigu og afa Hallgríms. Vildi alveg endilega fara í heimsókn til þeirra í dag og sagðist elska þau alveg rooooooooosalega mikið :O) Við verðum greinilega að vera duglegri að koma til Íslands.
Mamma, Pabbi, Jóhanna María og Danni eru svo væntanleg síðar í mánuðinum. Það verður alveg frábært að fá þau. Þó svo að við fáum ekki heimþrá þá fáum við það sem kallast fjölskylduþrá því auðvitað söknum við þeirra alveg rosalega mikið. Við erum búin að redda hjóli fyrir Danna frænda og því þarf hann að taka hjálminn með sér. Hér í hverfinu okkar er hjólabrettavöllur þar sem krakkarnir eru á hjólum, hlaupahjólum og hjólabrettum að leika sér. Ætlum svo að redda fleiri hjólum fyrir restina af fólkinu því hér er tilvalið að fara í hjólatúra með gott nesti með sér.
Jæja þetta er gott í bili.
Heyrumst og sjáumst sem fyrst gott fólk.
Knús og rembingsknús frá Svönsu, Halla, Rakel og Ísabellu.

2 Comments:

Blogger Feita dufan design said...

Maður er bara farin að sjá eftir því að flytja úr Fraugde :( Er ekki boðið fyrrverandi Fraugde búum til veislu...Blikk blikk ;)
Nei svona í alvöru þá er margt sem að maður saknar frá því að búa þarna en það er nú líka mjög kósý hér í Neder Holluf og ekki svo langt á milli :)
Verð að fara að kíkja í heimsókn svo að við náum að spjalla smá áður en að við förum heim á klakann í ekkert svo spennandi heimsókn... er greinilega búin að fara of oft að undanförnu :) Engin Íslandsþrá hér :) Enda mikill skortur á sól og sumaryl !!
Jæja hætt að röfla..

Kveðja Sigga Vigga og co

10:24 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

sakna ykkar líka alveg svakalega mikið:) Sjaumst:)

11:11 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home