mánudagur, ágúst 27, 2007

Tíminn líður hratt

Ég fékk pínu sjokk í dag, aðeins þrír mánuðir í að Ísabella fari á vöggustofu. Tíminn er svo fljótur að líða, skottan verður þá tæplega ársgömul :O) Ég settist því niður í dag, fyrir framan tölvuna, ákveðin í að finna voðalega hagsýnt Háskólanám. Syddansk Universitet er mjög stór Háskóli og með margar sniðugar námsbrautir og margt sem ég get hugsað mér að læra. Ég er búin að finna fjórar áhugaverðar námsbrautir en allar byrja þær aðeins einu sinni á ári þ.e.a.s í september, týbískt :O( Hvað á ég þá að gera? Ekki nenni ég að bíða í heilt ár.

Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Ákváðum í síðustu viku að taka á svefnleysi Ísabellu því hún er loks orðin fullfrísk 7-9-13. Fórum í bæinn í bókarleiðangur, ákveðin að finna bækur um svefnleysi barna. Þetta varð hinn skemmtilegasti dagur, enda er miðbær Odense svo sætur og kósý. Veðrið var svo fallegt og Ísabella róleg og glöð svo við settumst úti og fengum okkur hádegisverð og lölluðum um bæinn í rólegheitunum. Bókin sem við keyptum var full af sniðugum hugmyndum sem við höfum nýtt okkur síðustu daga og það hefur gengið vel.

Erum komin með samkomulag við íslensku nágranna okkar um næturpössun. Þau passa s.s fyrir okkur einu sinni í mánuði og við fyrir þau. Á föstudaginn fóru Rakel og Ísabella í fyrstu næturpössunina og það gekk rosalega vel. Ég og Halli nýttum tækifærið ogfórum út á borða og á pínu skrall með Siggu og Ívari. Rosalega var gott að geta farið út og sofið út daginn eftir VÁÁ. Ég bíð bara spennt eftir næsta skipti :O)

Halli byrjar síðan í skólanum í næstu viku á þá er langa fríið okkar búið. Daglegt amstur tekur við með öllum sínum kostum og göllum. Við höfum haft það náðugt í sumar þ.e.a.s fyrir utan svefnlausar nætur. Sem betur fer höfum við verið tvö þessar nætur sem Ísabella hefur verið vakandi. Við Halli virðumst nú vera að vinna þessa baráttu, allavegana hefur hún sofið vel í þrjár nætur í röð :O) Svo er saumaklúbbur á föstudaginn og afmæli og Fraugdekvöld á laugardaginn.
Ég ætla að setja inn myndir og video af stelpunum næstu daga. Ótrúlegt hvað þær stækka og þroskast fljótt. Ísabella stendur upp og gengur með, segir mamma, datt og smellir í góm þegar hún er svöng. Í dag lærði hún að vinka bless og ef systir hennar er að stríða henni öskrar hún og lemur frá sér :O) Rakel fékk sitt fyrsta úr fyrir stuttu og er í óða önn að læra á gripinn.
Heyri í ykkur seinna
Ég vil minna á gestabókina og kommentlinkinn..
Svansa og CO

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"Við Halli virðumst nú vera að vinna þessa baráttu"... Þetta er hreinræktað "jinx", þú veist það!!! hehe
en gaman að litla pían lætur stóru systir ekki gera hvað sem er öskurlaust:) En þetta með úrið-ég man ekki hversu lengi ég var að læra á klukku, en það tók alllangan tíma...
Ég hlakka svo til að hitta ykkur næst þegar það gerist...
Við áttum að koma með bestu ljósmyndina okkar í skólann í dag og ég kom með tvær, eina af Rakel og hina af Ísabellu, og kennaranum fannst þær flottar, enda gott myndefni...:D

10:05 e.h.

 
Blogger Jóna Mjöll Halldórudóttir said...

Hæhæ Fraugde-fjölskylda
Við vorum alltaf að bíða eftir að þið kæmuð í heimsókn úm helgina, en sáum ykkur ekkert. Við reyndum líka að hringja en engin svaraði...böböbö :-(
En miðaldarfestivelið var hér í Horsens um helgina. En jæja það verður bara að bíða til næsta árs. hehe
En vonandi komið þið í heimsókn fyrir þann tíma samt hehe...
Bestu kveðjur Jóna og co. Horsens

7:16 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ.
Bara að kvitta, verð víst að viðurkenna að vera svo forvitin að lesa bloggið af og til þó þið búið hinu megin við vegginn hehe.
Kveðja,
Rósa Munda

8:57 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home