föstudagur, ágúst 10, 2007

Framkvæmdargleði hér í litla kotinu okkar.

Það er búið að vera þvílík framkvæmdargleði hér á bæ...í dag er skýjað og tilvalið veður til að gera það sem hefur setið á hakanum síðustu daga.Þetta fína sólarveður hefur verið okkur dýrkeypt, já þegar það er heitt úti og flestar verslanir hafa loftkælingu, þá slysast maður oft inn í þessar búðir til að kæla sig aðeins. Auðvitað freistuðumst við til að kaupa einn eða tvo hluti. Keyptum m.a efni í framlengingu á skjólveggnum okkar, rosastóran spegil og tvö málverk. Nú er þetta allt komið á sinn stað og litla kotið okkar hefur bara skánað um helming eða svo :O)
Það er annars bara allt fínt að frétta af okkur. Vaknaði reyndar við skrítin hávaða í gær, hljómaði eins og slagsmál niðri í stofu hjá mér. Ég heyrði húsgögn færast til og í spörkum. Þegar ég hljóp niður til að kíkja hvað var í gangi var Halli í slagsmálum við þá stærstu könguló sem ég hef séð. Hún var eins og höndin á Rakel Köru. Hetjan náði nú samt að drepa hana og svo fór hann í hernaðarleiðangur um allt hús til að drepa allar þær köngulær sem hann sá. Þegar ég vaknaði í morgun voru skóför og brúnbleikar klessur um alla veggi :O) Það hefur verið algjör köngulóafaraldur hér í hverfinu síðustu daga, þær eru allsstaðar. Þær eru þó skárri en geitungar en á þessum tíma í fyrra drápum við 15-20 daglega inni hjá okkur. Nú hef ég valrla séð geitung þannig að ég er glöð og ánægð með köngulærnar.

Bið að heilsa ykkur og verið dugleg að kommenta eða skrifa í gestabókina mína.
Knús og kossar
Svansa og co

2 Comments:

Blogger Jóna Mjöll Halldórudóttir said...

Híhí... Já það er sko nóg af þessum marfætlingum og ekkert smá stórar... En já ég sko sammála þér með að vilja frekar hafa kóngulærnar en geitungana...Helv... Þá þoli ég ekki...
Hlakka til að fá ykkur í heimsókn.
Kveðja Jóna og co. Horsens

11:05 f.h.

 
Blogger Feita dufan design said...

Hahahahaha ég sé þetta alveg fyrir mér...Halli á veiðum, lætin og svo skóförin ;)
Þekki þetta reyndar aðeins of vel enda gerir maður ekki annað en að veiða einhver kvikindi, já eða þau eru réttar að sagt að veiða mig ;) Ég er öll út bitin og á pensillini :( Moskitoið eða einhvað þessháttar er búið að vera að bíta mig eða stinga og nú líta lappirnar á mér út eins og hendurnar í fyrra...ekki smekklegt :/

Jæja þetta er víst nóg í bili, mikið meira en það hæ sem að ég ætlaði að setja inn ;)

Takk fyrir matinn þar síðustu helgi, hann var æði :)

Kveðja úr Neder Holluf

Sigga Vigga, Ívar og co

12:49 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home