Stjörnubjart úti og 20 stiga hiti
Við erum búin að hafa það rosalega notalegt síðustu daga. Hitinn hefur verið upp í 30 gráður og þá á maður að hreyfa sig sem minnst. Ótrúlegt hvað maður svitnar við minnstu verk eins og að búa um rúmið eða setja í þvottavél. Hér á bæ þurfa húsverkin bara að bíða betri tíma enda ekki annað hægt en að sitja úti og njóta góða veðursins :O) Í þessum töluðu orðum er Halli að kveikja upp í kamínunni úti og á friðarkertum, við ætlum að sitja úti og horfa á stjörnurnar og hafa það kósí. Ekkert sjónvarp í kvöld kæra fólk, bara rómantík og kertaljós :O)
Njótið nú lífsins gott fólk....
Svansa og co
2 Comments:
Þekki þetta svona erum við búin að vera síðustu kvöld og svo er KÖLD sturta bara góð á daginn, allavega fyrir mig óléttu konuna ;) haha
Kveðja úr Neder Holluf
Sigga Vigga og co
8:21 f.h.
Það er búið að vera grenjandi rigning hér allan daginn ;( Ekkert smá abbó- en ég hlakka voða til þegar við förum til Köben!!
9:36 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home